Vonin blíð Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. desember 2010 05:45 Árni Bergmann rithöfundur skrifar á facebook-síðu sína nú um hátíðarnar: „Von er ekki spásögn um það sem verður. Von er stefna sem hugurinn tekur þegar hann hefur ákveðið að eitthvað sé hægt að gera í málunum. Það þarf nefnilega að hafa fyrir voninni. En án hennar gerir heldur enginn neitt." FagnaðarerindiðÞetta er fagnaðarerindið í ár. Jólaguðspjallið. Holl áminning um hugarfar sem óskandi væri að við temdum okkur í ríkari mæli á nýju ári. Þar með er ekki sagt að við eigum öll að vera sammála um allt. Það er ekki hægt, allra síst þegar takast á voldugir hagsmunir og menn sem mikið eiga en fátt vilja láta af hendi eru enn jafn áhrifamiklir í samfélaginu og raun ber vitni. En megum við samt ekki biðja stórnmálamenn og önnur stórmenni valdsins um að fara betur með orð? Megum við ekki biðja um örlítið bærilegra andrúmsloft í samfélaginu? Þetta eilífa nag, niðurrif og neikvæðniraus, sífelld brigsl um svikráð og landráð; þetta eilífa jag - „illt er það allt og bölvað, skítt veri með það og svei því" - sem tröllriðið hefur íslenskri þjóðmálaumræðu: eigum við ekki að bindast samtökum um að hætta að næra það, hætta að leggja eyrun við því, hætta að hossa þeim sem það iðka? Enn erum við á ferð inni í dimmum göngum. Næsta ár verður mörgum ekki síður erfitt en það sem nú er að líða. Hagtölur kunna að vitna um að íslenskt samfélag sé að rétta úr kútnum og mikill árangur hafi náðst í viðreisn efnahagslífsins en atvinnuleysi verður hér áfram landlægt með tilheyrandi erfiðleikum fyrir marga við að fóta sig í tilverunni. Það verður ástæða til að steyta hnefann yfir ýmsu á næsta ári, rétt eins og þessu: óskiljanlegar og siðlausar afskriftir á skuldum kvótabraskara, fyrirtækjaflakkara og veðsetningafursta gætu haldið áfram þótt viðkomandi hafi marg-fyrirgert ölllum rétti sínum til fyrirtækjarekstrar. Áfram þurfa skilanefndir og slitastjórnir og hvað þetta valdafólk kallar sig nú aðhald fjölmiðla og almennings því að ekki kemur það aðhald frá stjórnvöldum. Við munum oft hafa ástæðu til að verða reið. En við megum ekki láta þá reiði trylla okkur. Aðildarviðræður að ESB verða áfram ásteytingarsteinn og skipta þjóðinni í tvær jafnstórar fylkingar þvert á stjórnmálaflokkana. Eigum við ekki að reyna að gera það að einu höfuðverkefni okkar á þessu ári að takast á við þennan ágreining, lifa með honum, ræða málið fram og til baka - því það hefur svo sannarlega ótal hliðar - án þess að láta þrasfíklunum eftir sviðið? Þau í þingflokki VG sem eindregnust eru í andstöðu sinni við þessar aðildarviðræður mættu til dæmis minnast þess stundum - og bera virðingu fyrir því - að stór hluti kjósenda flokksins styður aðild Íslands að ESB án þess að vera eitthvað verra fólk eða minni umhverfissinnar, jafnréttissinnar eða félagshyggjufólk en aðrir kjósendur flokksins - eða þau sjálf. Og má ekki treysta því að úr því sem komið er þá verði reynt að ná sem hagstæðustum samningi við ESB - en ekki sem allra óhagstæðustum? Samræður: samræði hugmyndaHöldum endilega áfram að takast á um æskilega skipan mála í þjóðfélaginu, því að þannig virkar opið þjóðfélag þar sem samræða er aðferð við að komast að einhverju nýju fremur en valdbeitingartæki. Fjölmiðlarnir, heimilin og kaffistofur fyrirtækjanna eru vettvangur þar sem hugmyndirnar mætast, renna saman, gliðna sundur, splundrast, ljóma. Leiðum hugmyndir okkar saman, leyfum þeim að æxlast, hafa blygðunarlaus mök hver við aðra, en stöndum ekki samanbitin hvert á sínum kalda og staka steini hvæsandi hvert á annað. Látum ekki hatarana stjórna umræðunni hér. Von er stefna. Von er ákvörðun. Von er hugljómum. Hún fyllir okkur þegar við horfumst í augu við stöðu okkar. Hún vaknar þegar við hugsum. Ekkert er jafn allslaust og vonin. Og samt er hún voldugasta afl í veröldinni. Enginn á hana. Enginn getur keypt hana og enginn getur selt hana - það er ekki einu sinni hægt að veðsetja hana og hún fæst ekki á kaupleigu. Við horfum á stöðu okkar. Það eru kannski skuldir, flækjur, klúður og ómælt vesen og ekkert sem bendir til að ástandið batni. En einmitt þá kviknar kannski allt í einu vonin. Við finnum þegar það gerist, um vökunótt, eða í sturtu eða í göngutúr: eitthvað kemur allt í einu yfir okkur og vonin kviknar. Hún kemur djúpt innan úr okkur. Hún kemur frá sálinni í okkur - þessu undarlega og ómælanlega afli innra með okkur sem er ódauðlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun
Árni Bergmann rithöfundur skrifar á facebook-síðu sína nú um hátíðarnar: „Von er ekki spásögn um það sem verður. Von er stefna sem hugurinn tekur þegar hann hefur ákveðið að eitthvað sé hægt að gera í málunum. Það þarf nefnilega að hafa fyrir voninni. En án hennar gerir heldur enginn neitt." FagnaðarerindiðÞetta er fagnaðarerindið í ár. Jólaguðspjallið. Holl áminning um hugarfar sem óskandi væri að við temdum okkur í ríkari mæli á nýju ári. Þar með er ekki sagt að við eigum öll að vera sammála um allt. Það er ekki hægt, allra síst þegar takast á voldugir hagsmunir og menn sem mikið eiga en fátt vilja láta af hendi eru enn jafn áhrifamiklir í samfélaginu og raun ber vitni. En megum við samt ekki biðja stórnmálamenn og önnur stórmenni valdsins um að fara betur með orð? Megum við ekki biðja um örlítið bærilegra andrúmsloft í samfélaginu? Þetta eilífa nag, niðurrif og neikvæðniraus, sífelld brigsl um svikráð og landráð; þetta eilífa jag - „illt er það allt og bölvað, skítt veri með það og svei því" - sem tröllriðið hefur íslenskri þjóðmálaumræðu: eigum við ekki að bindast samtökum um að hætta að næra það, hætta að leggja eyrun við því, hætta að hossa þeim sem það iðka? Enn erum við á ferð inni í dimmum göngum. Næsta ár verður mörgum ekki síður erfitt en það sem nú er að líða. Hagtölur kunna að vitna um að íslenskt samfélag sé að rétta úr kútnum og mikill árangur hafi náðst í viðreisn efnahagslífsins en atvinnuleysi verður hér áfram landlægt með tilheyrandi erfiðleikum fyrir marga við að fóta sig í tilverunni. Það verður ástæða til að steyta hnefann yfir ýmsu á næsta ári, rétt eins og þessu: óskiljanlegar og siðlausar afskriftir á skuldum kvótabraskara, fyrirtækjaflakkara og veðsetningafursta gætu haldið áfram þótt viðkomandi hafi marg-fyrirgert ölllum rétti sínum til fyrirtækjarekstrar. Áfram þurfa skilanefndir og slitastjórnir og hvað þetta valdafólk kallar sig nú aðhald fjölmiðla og almennings því að ekki kemur það aðhald frá stjórnvöldum. Við munum oft hafa ástæðu til að verða reið. En við megum ekki láta þá reiði trylla okkur. Aðildarviðræður að ESB verða áfram ásteytingarsteinn og skipta þjóðinni í tvær jafnstórar fylkingar þvert á stjórnmálaflokkana. Eigum við ekki að reyna að gera það að einu höfuðverkefni okkar á þessu ári að takast á við þennan ágreining, lifa með honum, ræða málið fram og til baka - því það hefur svo sannarlega ótal hliðar - án þess að láta þrasfíklunum eftir sviðið? Þau í þingflokki VG sem eindregnust eru í andstöðu sinni við þessar aðildarviðræður mættu til dæmis minnast þess stundum - og bera virðingu fyrir því - að stór hluti kjósenda flokksins styður aðild Íslands að ESB án þess að vera eitthvað verra fólk eða minni umhverfissinnar, jafnréttissinnar eða félagshyggjufólk en aðrir kjósendur flokksins - eða þau sjálf. Og má ekki treysta því að úr því sem komið er þá verði reynt að ná sem hagstæðustum samningi við ESB - en ekki sem allra óhagstæðustum? Samræður: samræði hugmyndaHöldum endilega áfram að takast á um æskilega skipan mála í þjóðfélaginu, því að þannig virkar opið þjóðfélag þar sem samræða er aðferð við að komast að einhverju nýju fremur en valdbeitingartæki. Fjölmiðlarnir, heimilin og kaffistofur fyrirtækjanna eru vettvangur þar sem hugmyndirnar mætast, renna saman, gliðna sundur, splundrast, ljóma. Leiðum hugmyndir okkar saman, leyfum þeim að æxlast, hafa blygðunarlaus mök hver við aðra, en stöndum ekki samanbitin hvert á sínum kalda og staka steini hvæsandi hvert á annað. Látum ekki hatarana stjórna umræðunni hér. Von er stefna. Von er ákvörðun. Von er hugljómum. Hún fyllir okkur þegar við horfumst í augu við stöðu okkar. Hún vaknar þegar við hugsum. Ekkert er jafn allslaust og vonin. Og samt er hún voldugasta afl í veröldinni. Enginn á hana. Enginn getur keypt hana og enginn getur selt hana - það er ekki einu sinni hægt að veðsetja hana og hún fæst ekki á kaupleigu. Við horfum á stöðu okkar. Það eru kannski skuldir, flækjur, klúður og ómælt vesen og ekkert sem bendir til að ástandið batni. En einmitt þá kviknar kannski allt í einu vonin. Við finnum þegar það gerist, um vökunótt, eða í sturtu eða í göngutúr: eitthvað kemur allt í einu yfir okkur og vonin kviknar. Hún kemur djúpt innan úr okkur. Hún kemur frá sálinni í okkur - þessu undarlega og ómælanlega afli innra með okkur sem er ódauðlegt.