Lífið

Lopez leið eins og blæðandi dýri

Jennifer Lopez. MYND/Cover Media
Jennifer Lopez. MYND/Cover Media

Jennifer Lopez, 41 árs, sem er ein af þeim sem verður ástfangin á örskotsstundu, hefur gengið í gegnum tvo skilnaði og þó nokkuð mörg ástarsamböndu. Þar má nefna tónlistarmanninn P. Diddy og leikarann Ben Affleck.

Jennifer, sem er í dag hamingjusamlega gift söngvaranum Marc Anthony, segir að hjarta hennar hafi upplifað sársauka allt of oft í gegnum tíðina. Hún varð ástfangin af mönnum sem voru engan veginn réttir fyrir hana.

„Ég gerði alltaf sömu mistökin aftur og aftur. Ég gaf mig alla í samböndin því ég trúi á ástina og ég geri það enn þrátt fyrir öll vonbrigðin og sársaukann sem ég upplifði svo oft," sagði Jennifer.

„Stundum óskaði ég mér að ég væri með hjarta úr stáli því mér sveið í hjartanu þegar samböndin slitnuðu. Mér leið eins og blæðandi dýri í öll skiptin."

Besta fjölmiðlakona Íslands? Nú stendur yfir kosning á Facebook síðunni okkar. Sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.