Innlent

Féhirðir Frímúrara dæmdur í sex mánaða fangelsi

Héraðsdómur Norðurlands Eystra.
Héraðsdómur Norðurlands Eystra.

Sextugur karlmaður, fyrrum féhirðir Frírmúrarareglunnar á Húsavík, var skömmu fyrir jól dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að draga að sér rúmar sex milljónir úr sjóðum reglunnar á átta ára tímabili. Þá var hann einnig dæmdur fyrir umboðssvik og skjalafals.

Maðurinn játaði brot sín og samþykkti að endurgreiða frímúrarareglunni þá peninga sem hann stal. Hann hafði ekki áður gerst brotlegur við lög og því voru fjórir af þeim sex mánuðum sem hann fékk skilorðsbundnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×