Þeir tapa alltaf Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. október 2010 06:00 Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo er vel að friðarverðlaunum Nóbels kominn. Hann situr nú í þriðja sinn í fangelsi vegna friðsamlegrar baráttu sinnar fyrir lýðræði og mannréttindum í Kína. Hann var í fyrsta sinn dæmdur til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 1989, sem enduðu með fjöldamorði. Hann var dæmdur til þrælkunarbúðavistar 1996 fyrir að andmæla alræði kommúnistaflokksins og í fyrra var hann dæmdur til ellefu ára fangelsisvistar fyrir að taka þátt í að skrifa mannréttindayfirlýsingu. Kínversk stjórnvöld óttast Liu Xiaobo og friðsamlega baráttu hans. Sagan hefur nefnilega sýnt að þeir sem hafa stuðzt við skoðanakúgun til að halda völdum tapa alltaf á endanum fyrir hugrökku fólki sem er óhrætt að tjá hug sinn. Andófsmenn á borð við Vaclav Havel og friðarverðlaunahafana Nelson Mandela, Lech Walesa og Andrei Sakharov hafa með friðsamlegri baráttu átt sinn stóra þátt í að steypa ríkisstjórnum sem ríktu í krafti ofbeldis. Kínverjar höfðu í hótunum við norsku Nóbelsstofnunina og norsk stjórnvöld áður en verðlaunin voru veitt og gáfu í skyn að það myndi hafa slæm áhrif á samskipti Noregs og Kína ef Liu hlyti þau. Það breytti engu um afstöðu norsku Nóbelsnefndarinnar. Í rökstuðningi hennar er réttilega bent á samhengið milli friðar og mannréttinda. Án mannréttinda verði ekki til það bræðralag þjóðanna, sem Alfred Nobel vildi stuðla að. Kína er vaxandi stórveldi og hefur náð gífurlegum árangri á efnahagssviðinu á undanförnum árum. Kínverjar hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga og velvilja og samstarf ríkjanna hefur orðið æ nánara. Við getum margt lært af Kínverjum og þeir vonandi eitthvað af okkur. Við eigum ekki að láta mannréttindabrot í Kína standa í vegi fyrir viðskiptum eða samskiptum við landið. Samskiptin opna hugmyndum leið. Frjálsum viðskiptum eiga að fylgja frjáls skoðanaskipti. Við eigum einmitt að nota okkar góða samband við Kínverja til að koma á framfæri gagnrýni á ástand mannréttindamála í landinu. Það var gott hjá Jóni Gnarr borgarstjóra að andmæla mannréttindabrotum í Kína á fundi með einum af forkólfum Kommúnistaflokksins. Það var gott hjá forsvarsmönnum RIFF-kvikmyndahátíðarinnar að hlusta ekki á kröfur kínverska sendiráðsins um að hætt yrði við sýningar á mynd um kúgun og mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda í Tíbet. Við eigum að sýna kínverskum stjórnvöldum að þótt við metum samskiptin við Kína mikils stendur okkur ekki á sama um mannréttindabrotin. Vonandi taka íslenzk stjórnvöld undir með þeim sem undanfarna daga hafa krafizt þess að Liu Xiaobo verði látinn laus. Alþingi og ríkisstjórn geta þar lagt sitt af mörkum og líka forseti lýðveldisins, sem er í svo góðu sambandi við Kína og á þar marga vini. Vonandi hlustar enginn af forystumönnum okkar á hótanir Kínverja eða óttast að þeir dragi úr viðskiptum ef Íslendingar segja sína skoðun. Þeir þurfa bara ofurlítið brot af hugrekki Liu Xiaobo til að segja hug sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo er vel að friðarverðlaunum Nóbels kominn. Hann situr nú í þriðja sinn í fangelsi vegna friðsamlegrar baráttu sinnar fyrir lýðræði og mannréttindum í Kína. Hann var í fyrsta sinn dæmdur til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 1989, sem enduðu með fjöldamorði. Hann var dæmdur til þrælkunarbúðavistar 1996 fyrir að andmæla alræði kommúnistaflokksins og í fyrra var hann dæmdur til ellefu ára fangelsisvistar fyrir að taka þátt í að skrifa mannréttindayfirlýsingu. Kínversk stjórnvöld óttast Liu Xiaobo og friðsamlega baráttu hans. Sagan hefur nefnilega sýnt að þeir sem hafa stuðzt við skoðanakúgun til að halda völdum tapa alltaf á endanum fyrir hugrökku fólki sem er óhrætt að tjá hug sinn. Andófsmenn á borð við Vaclav Havel og friðarverðlaunahafana Nelson Mandela, Lech Walesa og Andrei Sakharov hafa með friðsamlegri baráttu átt sinn stóra þátt í að steypa ríkisstjórnum sem ríktu í krafti ofbeldis. Kínverjar höfðu í hótunum við norsku Nóbelsstofnunina og norsk stjórnvöld áður en verðlaunin voru veitt og gáfu í skyn að það myndi hafa slæm áhrif á samskipti Noregs og Kína ef Liu hlyti þau. Það breytti engu um afstöðu norsku Nóbelsnefndarinnar. Í rökstuðningi hennar er réttilega bent á samhengið milli friðar og mannréttinda. Án mannréttinda verði ekki til það bræðralag þjóðanna, sem Alfred Nobel vildi stuðla að. Kína er vaxandi stórveldi og hefur náð gífurlegum árangri á efnahagssviðinu á undanförnum árum. Kínverjar hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga og velvilja og samstarf ríkjanna hefur orðið æ nánara. Við getum margt lært af Kínverjum og þeir vonandi eitthvað af okkur. Við eigum ekki að láta mannréttindabrot í Kína standa í vegi fyrir viðskiptum eða samskiptum við landið. Samskiptin opna hugmyndum leið. Frjálsum viðskiptum eiga að fylgja frjáls skoðanaskipti. Við eigum einmitt að nota okkar góða samband við Kínverja til að koma á framfæri gagnrýni á ástand mannréttindamála í landinu. Það var gott hjá Jóni Gnarr borgarstjóra að andmæla mannréttindabrotum í Kína á fundi með einum af forkólfum Kommúnistaflokksins. Það var gott hjá forsvarsmönnum RIFF-kvikmyndahátíðarinnar að hlusta ekki á kröfur kínverska sendiráðsins um að hætt yrði við sýningar á mynd um kúgun og mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda í Tíbet. Við eigum að sýna kínverskum stjórnvöldum að þótt við metum samskiptin við Kína mikils stendur okkur ekki á sama um mannréttindabrotin. Vonandi taka íslenzk stjórnvöld undir með þeim sem undanfarna daga hafa krafizt þess að Liu Xiaobo verði látinn laus. Alþingi og ríkisstjórn geta þar lagt sitt af mörkum og líka forseti lýðveldisins, sem er í svo góðu sambandi við Kína og á þar marga vini. Vonandi hlustar enginn af forystumönnum okkar á hótanir Kínverja eða óttast að þeir dragi úr viðskiptum ef Íslendingar segja sína skoðun. Þeir þurfa bara ofurlítið brot af hugrekki Liu Xiaobo til að segja hug sinn.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun