Greiðslunenna Davíð Þór Jónsson skrifar 25. janúar 2010 06:00 Skömmu áður en góðærið svokallaða náði hæstu hæðum áskotnaðist mér dálítil fjárhæð þannig að ég sá mér fært að kaupa mér nýjan bíl eða öllu heldur ekki eins gamlan og þann síðasta sem ég hafði átt. Þetta var ekki há fjárhæð, kannski ein mánaðarlaun mín á þessum tíma. Það sem var nýtt var að ég var aflögufær um hana alla í einu til annars en brýnustu nauðsynja. Aftur á móti gekk erfiðlega að koma bílasölum í skilning um að þetta væri peningurinn sem ég ætlaði að eyða í bíl. Allir byrjuðu þeir á að spyrja mig um greiðslugetu og ekki laust við að þeir móðguðust eilítið þegar ég sagði þeim að hún kæmi þeim ekkert við, en getan væri þó talsvert meiri en áhuginn. Flestir spurðu þeir mig um eftirstöðvarnar og hvernig ég hygðist dreifa þeim. Þeim gekk ámóta erfiðlega að skilja að ég kærði mig ekki um neinar eftirstöðvar. Maður sem gat slett fram meðalmánaðarlaunum sínum sem útborgun í bíl gat nefnilega ekið burt á bíl sem kostaði ein til tvenn árslaun hans. Það, að ég hefði ekki áhuga á að kaupa eins dýran bíl og ég gat mögulega komist upp með, heldur eins góðan og ég gat fengið skuldlausan í skiptum fyrir þessa örfáu hundraðþúsundkalla sem ég átti í handraðanum þá stundina, virtist jaðra við glæp gegn hagkerfinu. Tími er peningar. Við öflum tekna með því hvernig við verjum tíma okkar. Í hvert sinn sem við eyðum þúsundkalli erum við því í raun ekki að eyða þúsundkallinum heldur þeim hluta ævi okkar sem við vörðum í að afla hans. Þegar tími er peningar segir það sig nefnilega sjálft að peningar eru tími. Þegar við veltum því fyrir okkur hvort eitthvað sé peninganna virði væri því skynsamlegra að velta því fyrir sér hvort það sé dagsins, vikunnar, mánaðarins eða jafnvel áranna virði. Hver stórs hluta ævinnar er það virði að aka um á einum bíl frekar en öðrum? Mér er í mikilli nöp við orðið greiðslugeta og hve sjálfsagt og einboðið það þykir að miða allt við hana. Þannig er okkur nefnilega talin trú um að ekkert sé eðlilegra en að greiða eins mikið og maður getur. Ég legg því til - í ljósi þess að peningar eru tími - að í staðinn tökum við upp hugtakið „greiðslunenna". Sjálfur nenni ég ekki að verja mikið meira en einum mánuði ævi minnar í að vera frekar á þokkalegum bíl en engum. Sá bíll hefur reyndar ekki enn verið framleiddur sem er virði mikið stærri hluta lífs míns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun
Skömmu áður en góðærið svokallaða náði hæstu hæðum áskotnaðist mér dálítil fjárhæð þannig að ég sá mér fært að kaupa mér nýjan bíl eða öllu heldur ekki eins gamlan og þann síðasta sem ég hafði átt. Þetta var ekki há fjárhæð, kannski ein mánaðarlaun mín á þessum tíma. Það sem var nýtt var að ég var aflögufær um hana alla í einu til annars en brýnustu nauðsynja. Aftur á móti gekk erfiðlega að koma bílasölum í skilning um að þetta væri peningurinn sem ég ætlaði að eyða í bíl. Allir byrjuðu þeir á að spyrja mig um greiðslugetu og ekki laust við að þeir móðguðust eilítið þegar ég sagði þeim að hún kæmi þeim ekkert við, en getan væri þó talsvert meiri en áhuginn. Flestir spurðu þeir mig um eftirstöðvarnar og hvernig ég hygðist dreifa þeim. Þeim gekk ámóta erfiðlega að skilja að ég kærði mig ekki um neinar eftirstöðvar. Maður sem gat slett fram meðalmánaðarlaunum sínum sem útborgun í bíl gat nefnilega ekið burt á bíl sem kostaði ein til tvenn árslaun hans. Það, að ég hefði ekki áhuga á að kaupa eins dýran bíl og ég gat mögulega komist upp með, heldur eins góðan og ég gat fengið skuldlausan í skiptum fyrir þessa örfáu hundraðþúsundkalla sem ég átti í handraðanum þá stundina, virtist jaðra við glæp gegn hagkerfinu. Tími er peningar. Við öflum tekna með því hvernig við verjum tíma okkar. Í hvert sinn sem við eyðum þúsundkalli erum við því í raun ekki að eyða þúsundkallinum heldur þeim hluta ævi okkar sem við vörðum í að afla hans. Þegar tími er peningar segir það sig nefnilega sjálft að peningar eru tími. Þegar við veltum því fyrir okkur hvort eitthvað sé peninganna virði væri því skynsamlegra að velta því fyrir sér hvort það sé dagsins, vikunnar, mánaðarins eða jafnvel áranna virði. Hver stórs hluta ævinnar er það virði að aka um á einum bíl frekar en öðrum? Mér er í mikilli nöp við orðið greiðslugeta og hve sjálfsagt og einboðið það þykir að miða allt við hana. Þannig er okkur nefnilega talin trú um að ekkert sé eðlilegra en að greiða eins mikið og maður getur. Ég legg því til - í ljósi þess að peningar eru tími - að í staðinn tökum við upp hugtakið „greiðslunenna". Sjálfur nenni ég ekki að verja mikið meira en einum mánuði ævi minnar í að vera frekar á þokkalegum bíl en engum. Sá bíll hefur reyndar ekki enn verið framleiddur sem er virði mikið stærri hluta lífs míns.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun