Sport

Jakob Jóhann í undanúrslit á EM í Ungverjalandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Jóhann Sveinsson.
Jakob Jóhann Sveinsson. Mynd/Eyþór
Jakob Jóhann Sveinsson, úr Sundfélaginu Ægi, tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi. Jakob Jóhann varð fimmtándi í undanrásnunum.

Jakob Jóhann synti á tímanum 2:14.35 mínútum sem er besti tími hans í þessari grein eftir búningabannið en Íslandsmet hans er upp á 2:12.39 mínútur síðan á HM í Róm á síðasta ári.

Jakob Jóhann keppir í undanúrslitunum í kvöld og samkvæmt frétt á Ægissíðunni þá er ljóst að hann þarf að synda á Íslandsmeti til þess að komast í úrslit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×