Ólafur Stephensen: Opin og upplýst umræða Ólafur Stephensen skrifar 15. maí 2010 11:25 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gerði meðal annars grein fyrir stöðu umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu í skýrslu sinni um utanríkismál á Alþingi í gær. Í máli ráðherrans kom fram að undirbúningur formlegra aðildarviðræðna gengi ágætlega og þær ættu að geta hafizt fljótlega eftir að leiðtogar ESB samþykkja umsókn Íslands. Í máli Össurar kom fram að mikilvægt væri að hafa umsóknarferlið eins opið og gegnsætt og mögulegt væri til að eyða tortryggni og misskilningi. Ráðherrann fór meðal annars yfir að í því skyni hefðu spurningar ESB um löggjöf á Íslandi og svör stjórnsýslunnar verið birt opinberlega. Í sama anda yrðu fundargerðir samninganefndarinnar og undirhópa hennar birtar opinberlega, þannig að samningsafstaða Íslands í einstökum málum yrði opinber um leið og hún lægi fyrir. Sömuleiðis yrðu önnur gögn birt, svo fremi að samningamenn teldu það ekki skaða samningsstöðu Íslands. Til viðbótar ætlar utanríkisráðherrann að opna gagnvirka netsíðu, þar sem almenningur getur sagt skoðun sína á einstökum málum og átt í samræðum við samningamenn, sérfræðinga og "eftir atvikum ráðherrann sjálfan". Þá er ætlunin að Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, fari í fundaferð um landið til að upplýsa þá sem áhuga hafa um næstu skref í viðræðunum. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar og til þess fallin að stuðla að opinni og upplýstri umræðu um aðildarumsókn Íslands. Þau eru líka vonandi til þess fallin að þvert á pólitíska flokka og hagsmunasamtök taki menn þátt í að ná sem hagstæðastri samningsniðurstöðu fyrir Ísland, sem þjóðin getur svo greitt atkvæði um, í trausti þess að málið sé unnið fyrir opnum tjöldum. Mikilvægt er að upplýsingar, sem stjórnvöld miðla um Evrópusambandið og aðildarumsóknina séu byggðar á handföstum staðreyndum en ekki óskhyggju eða spádómum. Hins vegar munu einhverjir verða til að tortryggja allt, sem frá stjórnvöldum kemur, til dæmis hvort réttu staðreyndunum sé haldið á lofti. Þess vegna er mikilvægt að tryggt verði að fleiri en ríkisvaldið geti miðlað upplýsingum. Í skýrslu utanríkisráðherrans er rifjað upp að meirihluti utanríkismálanefndar hafi lagt til að fé verði ráðstafað til þess að félagasamtök geti tekið þátt í opinberri umræðu og miðlað upplýsingum um málið. Víða í ríkjum sem sótt hafa um aðild að ESB hefur sú leið verið farin að ríkisvaldið styrkir bæði samtök aðildarandstæðinga og stuðningsmanna aðildar til að koma málflutningi sínum á framfæri við almenning. Með því að hafa sama háttinn á hér yrði stuðlað að virkri upplýsingamiðlun og að málið yrði rækilega rætt frá öllum hliðum. Að lokum getur þjóðin þá myndað sér skoðun, byggða á miklum og fjölbreytilegum upplýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gerði meðal annars grein fyrir stöðu umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu í skýrslu sinni um utanríkismál á Alþingi í gær. Í máli ráðherrans kom fram að undirbúningur formlegra aðildarviðræðna gengi ágætlega og þær ættu að geta hafizt fljótlega eftir að leiðtogar ESB samþykkja umsókn Íslands. Í máli Össurar kom fram að mikilvægt væri að hafa umsóknarferlið eins opið og gegnsætt og mögulegt væri til að eyða tortryggni og misskilningi. Ráðherrann fór meðal annars yfir að í því skyni hefðu spurningar ESB um löggjöf á Íslandi og svör stjórnsýslunnar verið birt opinberlega. Í sama anda yrðu fundargerðir samninganefndarinnar og undirhópa hennar birtar opinberlega, þannig að samningsafstaða Íslands í einstökum málum yrði opinber um leið og hún lægi fyrir. Sömuleiðis yrðu önnur gögn birt, svo fremi að samningamenn teldu það ekki skaða samningsstöðu Íslands. Til viðbótar ætlar utanríkisráðherrann að opna gagnvirka netsíðu, þar sem almenningur getur sagt skoðun sína á einstökum málum og átt í samræðum við samningamenn, sérfræðinga og "eftir atvikum ráðherrann sjálfan". Þá er ætlunin að Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, fari í fundaferð um landið til að upplýsa þá sem áhuga hafa um næstu skref í viðræðunum. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar og til þess fallin að stuðla að opinni og upplýstri umræðu um aðildarumsókn Íslands. Þau eru líka vonandi til þess fallin að þvert á pólitíska flokka og hagsmunasamtök taki menn þátt í að ná sem hagstæðastri samningsniðurstöðu fyrir Ísland, sem þjóðin getur svo greitt atkvæði um, í trausti þess að málið sé unnið fyrir opnum tjöldum. Mikilvægt er að upplýsingar, sem stjórnvöld miðla um Evrópusambandið og aðildarumsóknina séu byggðar á handföstum staðreyndum en ekki óskhyggju eða spádómum. Hins vegar munu einhverjir verða til að tortryggja allt, sem frá stjórnvöldum kemur, til dæmis hvort réttu staðreyndunum sé haldið á lofti. Þess vegna er mikilvægt að tryggt verði að fleiri en ríkisvaldið geti miðlað upplýsingum. Í skýrslu utanríkisráðherrans er rifjað upp að meirihluti utanríkismálanefndar hafi lagt til að fé verði ráðstafað til þess að félagasamtök geti tekið þátt í opinberri umræðu og miðlað upplýsingum um málið. Víða í ríkjum sem sótt hafa um aðild að ESB hefur sú leið verið farin að ríkisvaldið styrkir bæði samtök aðildarandstæðinga og stuðningsmanna aðildar til að koma málflutningi sínum á framfæri við almenning. Með því að hafa sama háttinn á hér yrði stuðlað að virkri upplýsingamiðlun og að málið yrði rækilega rætt frá öllum hliðum. Að lokum getur þjóðin þá myndað sér skoðun, byggða á miklum og fjölbreytilegum upplýsingum.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun