Nefndin: Kaup Magma Energy á HS Orku eru lögleg 17. september 2010 14:20 Í skýrslu nefndar um orku- og auðlindamál kemur fram að skoðun nefndarinnar á samningum um kaup Magma Energy á HS orku sem hún fékk aðgang að leiddi ekki í ljós neina augljósa annmarka. Frá lagalegum sjónarhóli sé ekki tilefni til að gera athugasemdir við samningana sem slíka. Fjallað er um málið á vefsíðu stjórnarráðsins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun skýrslu nefndar um orku- og auðlindamál sem skipuð var til að meta lögmæti kaupa fyrirtækisins Magma Energy á eignarhlutum HS Orku hf. og starfsumhverfi orkugeirans hér á landi. Verkefni nefndarinnar var þríþætt og hefur nefndin nú skilað niðurstöðum sínum er varða fyrsta þátt verksins. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að skoðun nefndarinnar á þeim samningum sem hún fékk aðgang að leiddi ekki í ljós neina augljósa annmarka. Frá lagalegum sjónarhóli sé ekki tilefni til að gera athugasemdir við samningana sem slíka. Magma Energy Sweden AB sé stofnað með lögformlegum hætti í Svíþjóð og uppfylli því formleg skilyrði 2. tölul. 4. gr. fjárfestingarlaganna fyrir því að eiga fyrirtæki sem stunda orkuvinnslu og orkudreifingu hér á landi. Bendir nefndin á að með hliðsjón af því megi álykta að fyrirtækið sé löglegur kaupandi að hlutum í HS Orku hf. „Sú niðurstaða að Magma Energy Sweden AB uppfylli skilyrði fjárfestingarlaganna og megi því fjárfesta í íslenskum orkuiðnaði byggist á því að horfa fyrst og fremst til þess að hið sænska félag er lögaðili á hinu Evrópska efnahagssvæði og uppfyllir þar með skilyrði laganna fyrir því að mega fjárfesta í íslenskum orkuiðnaði." Nefndin tekur þó fram að annar möguleiki hefði einnig verið tækur við skýringu og beitingu laganna. Sé litið til raunverulegra tengsla fyrirtækjanna, kanadíska móðurfélagsins og þess sænska, og leyst úr málinu á grundvelli þeirra jafnframt því að túlka ákvæði fjárfestingarlaganna með hliðsjón af markmiði þeirra og innra samhengi, hefði mátt færa fyrir því rök að kaup Magma Energy standist ekki ákvæði íslenskra laga. Nefndin leggur áherslu á að hér sé um lagalega flókin álitamál að ræða sem jafnframt varði ríka almannahagsmuni. Í lok júlímánaðar lýstu stjórnvöld yfir vilja og ásetningi til að vinda ofan af kaupum Magma Energy á meirihluta í HS Orku. Forsætisráðherra skipaði umrædda nefnd í kjölfar þess. Skýrsla nefndar um orku- og auðlindamál Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Í skýrslu nefndar um orku- og auðlindamál kemur fram að skoðun nefndarinnar á samningum um kaup Magma Energy á HS orku sem hún fékk aðgang að leiddi ekki í ljós neina augljósa annmarka. Frá lagalegum sjónarhóli sé ekki tilefni til að gera athugasemdir við samningana sem slíka. Fjallað er um málið á vefsíðu stjórnarráðsins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun skýrslu nefndar um orku- og auðlindamál sem skipuð var til að meta lögmæti kaupa fyrirtækisins Magma Energy á eignarhlutum HS Orku hf. og starfsumhverfi orkugeirans hér á landi. Verkefni nefndarinnar var þríþætt og hefur nefndin nú skilað niðurstöðum sínum er varða fyrsta þátt verksins. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að skoðun nefndarinnar á þeim samningum sem hún fékk aðgang að leiddi ekki í ljós neina augljósa annmarka. Frá lagalegum sjónarhóli sé ekki tilefni til að gera athugasemdir við samningana sem slíka. Magma Energy Sweden AB sé stofnað með lögformlegum hætti í Svíþjóð og uppfylli því formleg skilyrði 2. tölul. 4. gr. fjárfestingarlaganna fyrir því að eiga fyrirtæki sem stunda orkuvinnslu og orkudreifingu hér á landi. Bendir nefndin á að með hliðsjón af því megi álykta að fyrirtækið sé löglegur kaupandi að hlutum í HS Orku hf. „Sú niðurstaða að Magma Energy Sweden AB uppfylli skilyrði fjárfestingarlaganna og megi því fjárfesta í íslenskum orkuiðnaði byggist á því að horfa fyrst og fremst til þess að hið sænska félag er lögaðili á hinu Evrópska efnahagssvæði og uppfyllir þar með skilyrði laganna fyrir því að mega fjárfesta í íslenskum orkuiðnaði." Nefndin tekur þó fram að annar möguleiki hefði einnig verið tækur við skýringu og beitingu laganna. Sé litið til raunverulegra tengsla fyrirtækjanna, kanadíska móðurfélagsins og þess sænska, og leyst úr málinu á grundvelli þeirra jafnframt því að túlka ákvæði fjárfestingarlaganna með hliðsjón af markmiði þeirra og innra samhengi, hefði mátt færa fyrir því rök að kaup Magma Energy standist ekki ákvæði íslenskra laga. Nefndin leggur áherslu á að hér sé um lagalega flókin álitamál að ræða sem jafnframt varði ríka almannahagsmuni. Í lok júlímánaðar lýstu stjórnvöld yfir vilja og ásetningi til að vinda ofan af kaupum Magma Energy á meirihluta í HS Orku. Forsætisráðherra skipaði umrædda nefnd í kjölfar þess. Skýrsla nefndar um orku- og auðlindamál
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira