Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum 16. október 2010 15:15 Gísli Örn Garðarsson ásamt Ian McKellen eftir afmælissýninguna í Young Vic. McKellen, þekktastur sem Gandálfur úr Hringadróttinssögu, heilsaði upp á alla leikarana að sýningunni lokinni. Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar leikhússins. Meðal annarra sem tróðu upp með Vesturporti var Dominic West, einn af aðalleikurum hinna margverðlaunuðu sjónvarpsþátta The Wire, og Jane Horrocks úr kvikmyndinni Taktu lagið Lóa og sjónvarpsþáttunum Absolutely Fabulous. Meðal gesta í salnum var Íslandsvinurinn Jude Law og unnusta hans, Sienna Miller. „Við Jude vorum þarna aðalmennirnir,“ grínast Rúnar Freyr Gíslason með en hann birti símamynd af sér og hjartaknúsaranum á bloggi hópsins „Þetta var mjög skemmtilegt, eiginlega algjörlega frábært. Gísli Örn og David Lan, leikhússtjóri Young Vic, settu saman 45 mínútna afmælisdagskrá sem var að mestu leyti byggð á Faust með smá breytingum og tilfærslum,“ útskýrir Rúnar. Einn af hápunktum kvöldsins var þó án nokkurs vafa þegar Hilmir Snær, í hlutverki Mefisto, bauð Þorsteini Gunnarssyni þrjár óskir. Þorsteinn svarar að bragði: „Það hefur alltaf verið draumur að leika á móti Ian McKellen.“ Að sögn Rúnars Freys fór kliður um salinn um leið og það brutust loks út mikil fagnaðarlæti þegar McKellen, þekktastur fyrir hlutverk Gandálfs í Hringadróttinssögu, lét á sér kræla með sinni djúpu röddu. „Ég fékk svo mikla gæsahúð að ég datt úr hlutverkinu í smá stund, við stóðum bara uppi á sviðinu og glottum hvor til annars,“ segir Rúnar. Dominic West mætti síðan upp á sviðið en Hilmir Snær þóttist hálsbrjóta hann og kvaddi hann með þeim orðum að leikarinn ætti að halda sig við hvíta tjaldið. Jane Horrocks söng síðan lagstúf og Rúnar Freyr söng bakraddir. „Við höfðum æft þær hjá einhverjum upptökustjóra í nokkra daga.“ Síðar um kvöldið var boðið til mikillar veislu þar sem borðin hreinlega svignuðu undan kræsingunum. Og þar hitti Rúnar Jude. „Eins og allar stórstjörnur er hann alveg ótrúlega alþýðulegur. Við spjölluðum ekkert mikið saman enda var hann á milljón að fá fólk til að kaupa verslunarferð með unnustunni Siennu,“ segir Rúnar og bætir því við að Jude hafi þegar séð sýninguna áður en að þessu kvöldi kom. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar leikhússins. Meðal annarra sem tróðu upp með Vesturporti var Dominic West, einn af aðalleikurum hinna margverðlaunuðu sjónvarpsþátta The Wire, og Jane Horrocks úr kvikmyndinni Taktu lagið Lóa og sjónvarpsþáttunum Absolutely Fabulous. Meðal gesta í salnum var Íslandsvinurinn Jude Law og unnusta hans, Sienna Miller. „Við Jude vorum þarna aðalmennirnir,“ grínast Rúnar Freyr Gíslason með en hann birti símamynd af sér og hjartaknúsaranum á bloggi hópsins „Þetta var mjög skemmtilegt, eiginlega algjörlega frábært. Gísli Örn og David Lan, leikhússtjóri Young Vic, settu saman 45 mínútna afmælisdagskrá sem var að mestu leyti byggð á Faust með smá breytingum og tilfærslum,“ útskýrir Rúnar. Einn af hápunktum kvöldsins var þó án nokkurs vafa þegar Hilmir Snær, í hlutverki Mefisto, bauð Þorsteini Gunnarssyni þrjár óskir. Þorsteinn svarar að bragði: „Það hefur alltaf verið draumur að leika á móti Ian McKellen.“ Að sögn Rúnars Freys fór kliður um salinn um leið og það brutust loks út mikil fagnaðarlæti þegar McKellen, þekktastur fyrir hlutverk Gandálfs í Hringadróttinssögu, lét á sér kræla með sinni djúpu röddu. „Ég fékk svo mikla gæsahúð að ég datt úr hlutverkinu í smá stund, við stóðum bara uppi á sviðinu og glottum hvor til annars,“ segir Rúnar. Dominic West mætti síðan upp á sviðið en Hilmir Snær þóttist hálsbrjóta hann og kvaddi hann með þeim orðum að leikarinn ætti að halda sig við hvíta tjaldið. Jane Horrocks söng síðan lagstúf og Rúnar Freyr söng bakraddir. „Við höfðum æft þær hjá einhverjum upptökustjóra í nokkra daga.“ Síðar um kvöldið var boðið til mikillar veislu þar sem borðin hreinlega svignuðu undan kræsingunum. Og þar hitti Rúnar Jude. „Eins og allar stórstjörnur er hann alveg ótrúlega alþýðulegur. Við spjölluðum ekkert mikið saman enda var hann á milljón að fá fólk til að kaupa verslunarferð með unnustunni Siennu,“ segir Rúnar og bætir því við að Jude hafi þegar séð sýninguna áður en að þessu kvöldi kom. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira