Breski söngvarinn James Blunt er kominn aftur á markaðinn eftir að hafa hætt með spænsku fyrirsætunni Sabinu Vidal. Þau byrjuðu að hittast í sumar en ástarævintýrið stóð stutt yfir. Ekki er langt síðan Blunt gaf í skyn að hann vildi stofna fjölskyldu með Vidal.
„Fólk telur að þeir sem ná langt í lífinu þurfi að eiga peninga og vera frægir. Mér finnst betri skilgreining á frama sú að þú deilir lífi þínu með einhverjum og eignist með honum fjölskyldu,“ sagði Blunt, sem nýlega sást kyssa meðlim stúlknabandsins Pussycat Dolls í Los Angeles.