Nóg að gert Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. desember 2010 05:45 Samkomulag ríkisstjórnarinnar, banka og lífeyrissjóða um aðstoð við skuldug heimili, sem undirritað var í gær, uppfyllir sjálfsagt ekki margar af þeim væntingum, sem búnar hafa verið til undanfarna tvo mánuði á meðal ríkisstjórnin hefur verið í fremur ómarkvissri leit að nýjum lausnum. Samkomulagið er hins vegar skynsamlegt og stuðlar að því að þeir fái aðstoð, sem mest þurfa á henni að halda. Hinir, sem geta staðið í skilum þótt greiðslubyrði þeirra sé þyngri en áður, verða að sætta sig við að fá engan jólapakka út úr þessu langa föndri stjórnvalda. Þannig munu bankarnir koma til móts við þá sem skulda hlutfallslega mest miðað við virði eigna sinna og veita þeim umtalsverðar afskriftir. Þar með fullnýta þeir það svigrúm til afskrifta, sem þeir fengu er húsnæðislán voru færð úr gömlu bönkunum á lækkuðu verði og sumir þeirra væntanlega gott betur. Bankarnir meta það hins vegar svo, út frá viðskiptalegum sjónarmiðum, að þær skuldir sem þeir afskrifa hefðu hvort sem er aldrei innheimzt. Það sé staða sem rétt sé að horfast í augu við. Hefðu bankarnir hins vegar verið knúnir til að fara út í almenna, flata skuldaafskrift eins og sumir stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök halda enn fram að hefði átt að ráðast í, hefði það orðið þeim svo dýrt að líklegt má telja að skattgreiðendur hefðu þurft að hlaupa undir bagga með þeim. Lítið réttlæti hefði verið fólgið í slíkri endurdreifingu á tjóninu sem skuldug heimili biðu af falli krónunnar. Þátttaka lífeyrissjóðanna í dýrum aðgerðum, sem hefðu kostað tugi milljarða umfram það sem nú hefur verið ákveðið, hefði sömuleiðis verið hættuspil og getað komið illa niður á hagsmunum eigenda sjóðanna, launþega í landinu. Það hefði sömuleiðis verið fráleit leið til að dreifa tjóninu upp á nýtt. Talsmenn lífeyrissjóðanna hafa bent á að þeim sé lögum samkvæmt ekki heimilt að afskrifa skuldir, sem á annað borð er hægt að innheimta. Líkt og bankarnir telja þeir sér kleift að afskrifa það, sem vonlaust er talið að innheimtist hvort sem er og hjálpa þannig fjölskyldum sem ella hefðu misst húsnæði sitt. Það er mikilvægt að ríkisstjórnin hefur nú lýst því skýrt yfir að ekki verði gripið til frekari aðgerða vegna skuldavanda heimila. Þær aðgerðir sem hafa verið ákveðnar eiga að gagnast flestum þeim sem verst eru settir. Nú er vonandi settur endapunktur við það ástand, sem varað hefur alltof lengi, að sumir skuldarar hafa skotið því á frest að gera nokkuð í sínum málum vegna þess að þeir hafa verið að bíða eftir enn betra tilboði frá stjórnvöldum og fjármálastofnunum. Nú verða heimilin einfaldlega að byrja að vinna sig út úr vandanum á þeim forsendum sem hafa verið ákveðnar. Einhverjum tekst ekki að bjarga og þeim verður að mæta með t.d. aðgerðum í húsnæðismálum. En það er ekki hægt að halda því fram að ekki séu til nothæf úrræði fyrir flesta sem glíma við greiðsluvanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun
Samkomulag ríkisstjórnarinnar, banka og lífeyrissjóða um aðstoð við skuldug heimili, sem undirritað var í gær, uppfyllir sjálfsagt ekki margar af þeim væntingum, sem búnar hafa verið til undanfarna tvo mánuði á meðal ríkisstjórnin hefur verið í fremur ómarkvissri leit að nýjum lausnum. Samkomulagið er hins vegar skynsamlegt og stuðlar að því að þeir fái aðstoð, sem mest þurfa á henni að halda. Hinir, sem geta staðið í skilum þótt greiðslubyrði þeirra sé þyngri en áður, verða að sætta sig við að fá engan jólapakka út úr þessu langa föndri stjórnvalda. Þannig munu bankarnir koma til móts við þá sem skulda hlutfallslega mest miðað við virði eigna sinna og veita þeim umtalsverðar afskriftir. Þar með fullnýta þeir það svigrúm til afskrifta, sem þeir fengu er húsnæðislán voru færð úr gömlu bönkunum á lækkuðu verði og sumir þeirra væntanlega gott betur. Bankarnir meta það hins vegar svo, út frá viðskiptalegum sjónarmiðum, að þær skuldir sem þeir afskrifa hefðu hvort sem er aldrei innheimzt. Það sé staða sem rétt sé að horfast í augu við. Hefðu bankarnir hins vegar verið knúnir til að fara út í almenna, flata skuldaafskrift eins og sumir stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök halda enn fram að hefði átt að ráðast í, hefði það orðið þeim svo dýrt að líklegt má telja að skattgreiðendur hefðu þurft að hlaupa undir bagga með þeim. Lítið réttlæti hefði verið fólgið í slíkri endurdreifingu á tjóninu sem skuldug heimili biðu af falli krónunnar. Þátttaka lífeyrissjóðanna í dýrum aðgerðum, sem hefðu kostað tugi milljarða umfram það sem nú hefur verið ákveðið, hefði sömuleiðis verið hættuspil og getað komið illa niður á hagsmunum eigenda sjóðanna, launþega í landinu. Það hefði sömuleiðis verið fráleit leið til að dreifa tjóninu upp á nýtt. Talsmenn lífeyrissjóðanna hafa bent á að þeim sé lögum samkvæmt ekki heimilt að afskrifa skuldir, sem á annað borð er hægt að innheimta. Líkt og bankarnir telja þeir sér kleift að afskrifa það, sem vonlaust er talið að innheimtist hvort sem er og hjálpa þannig fjölskyldum sem ella hefðu misst húsnæði sitt. Það er mikilvægt að ríkisstjórnin hefur nú lýst því skýrt yfir að ekki verði gripið til frekari aðgerða vegna skuldavanda heimila. Þær aðgerðir sem hafa verið ákveðnar eiga að gagnast flestum þeim sem verst eru settir. Nú er vonandi settur endapunktur við það ástand, sem varað hefur alltof lengi, að sumir skuldarar hafa skotið því á frest að gera nokkuð í sínum málum vegna þess að þeir hafa verið að bíða eftir enn betra tilboði frá stjórnvöldum og fjármálastofnunum. Nú verða heimilin einfaldlega að byrja að vinna sig út úr vandanum á þeim forsendum sem hafa verið ákveðnar. Einhverjum tekst ekki að bjarga og þeim verður að mæta með t.d. aðgerðum í húsnæðismálum. En það er ekki hægt að halda því fram að ekki séu til nothæf úrræði fyrir flesta sem glíma við greiðsluvanda.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun