Ó Akureyri Brynhildur Björnsdóttir skrifar 30. júlí 2010 10:00 Þegar vinir mínir mæra erlendar stórborgir lygni ég aftur augunum og hugsa um borgina í norðri sem ég vissi alltaf af en kynntist ekki fyrr en á fullorðinsárum, borgina sem fyrir mér hefur flest það til að bera sem góð útlönd getur prýtt. Á Akureyri er gaman að versla, þar er til dæmis uppáhaldsskóbúðin mín sem hefur kætt og skætt alla fjölskylduna árum saman, tískubúðir með annan varning en fæst á minni heimaslóð og síst dýrari, frábær bókabúð með miklu úrvali af bókum, blöðum og dóti fyrir alla og dásamleg forngripaverslun, full af sögu og fjársjóðum. Og ekki má gleyma lífsstilsversluninni Sirku sem er skylda að heimsækja að minnsta kosti einu sinni í hverri ferð. Á Akureyri er hægt að fara á alls konar tónleika oft í viku á sumrin og svo er hægt að labba niður Listagilið og kíkja á spennandi listsýningar og söfn. Um allan miðbæinn er lika fullt af litlum galleríum og hönnunarverkstæðum sem gaman er að skoða. Á Akureyri eru skemmtileg kaffihús með góðu kaffi og stemmingu (Bláa kannan, einhver?), bestu pítsur landsins á Greifanum og fortíðarþráin á Bautanum. Það er líka hægt að sökkva sér í matarmenningu innfæddra og rúnta í Leiru- eða Gellunestið og fá sér hamborgara með frönskum á milli eða kók í gleri og eina með öllu (og mest rauðkáli) eða dýfa tungu í hinn fræga Brynjuís sem ekki öllum finnst góður en er samt þess virði að smakka til að vera með í umræðunni. Á Akureyri er gaman að vera með börn. Frábær sundlaug með buslupolli og alls konar skemmtilegum rennibrautum og þar beint fyrir ofan leikvöllur með trampólíni og hoppikastala, mínígolfi og rafmagnsbílum. Á akureyrskum róluvöllum (sem finnast víða) eru skemmtileg leiktæki og mjúkar gúmmíhellur í kringum rennibrautir og rólur svo það er ekkert vont að detta. Það er ekkert nauðsynlegt að vera á bíl en fyrir þá sem svo eru búnir má benda á Kjarnaskóg, Jólahúsið, Smámunasafnið, Safnasafnið og sundlaugina á Hrafnagili. Og svo er Akureyri falleg, hvort heldur staðið er uppi í brekku og horft yfir landslagið eða göturnar með gömlu húsunum þræddar. Innbærinn, Lystigarðurinn... er ég að gleyma einhverju? Já, fjölmörgu. Fyrir nú utan allt sem ég á eftir að uppgötva. Og svo er alltaf gott veður. Þannig að þið megið eiga ykkar útlönd fyrir mér: Akureyri er mín sumarleyfisparadís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Þegar vinir mínir mæra erlendar stórborgir lygni ég aftur augunum og hugsa um borgina í norðri sem ég vissi alltaf af en kynntist ekki fyrr en á fullorðinsárum, borgina sem fyrir mér hefur flest það til að bera sem góð útlönd getur prýtt. Á Akureyri er gaman að versla, þar er til dæmis uppáhaldsskóbúðin mín sem hefur kætt og skætt alla fjölskylduna árum saman, tískubúðir með annan varning en fæst á minni heimaslóð og síst dýrari, frábær bókabúð með miklu úrvali af bókum, blöðum og dóti fyrir alla og dásamleg forngripaverslun, full af sögu og fjársjóðum. Og ekki má gleyma lífsstilsversluninni Sirku sem er skylda að heimsækja að minnsta kosti einu sinni í hverri ferð. Á Akureyri er hægt að fara á alls konar tónleika oft í viku á sumrin og svo er hægt að labba niður Listagilið og kíkja á spennandi listsýningar og söfn. Um allan miðbæinn er lika fullt af litlum galleríum og hönnunarverkstæðum sem gaman er að skoða. Á Akureyri eru skemmtileg kaffihús með góðu kaffi og stemmingu (Bláa kannan, einhver?), bestu pítsur landsins á Greifanum og fortíðarþráin á Bautanum. Það er líka hægt að sökkva sér í matarmenningu innfæddra og rúnta í Leiru- eða Gellunestið og fá sér hamborgara með frönskum á milli eða kók í gleri og eina með öllu (og mest rauðkáli) eða dýfa tungu í hinn fræga Brynjuís sem ekki öllum finnst góður en er samt þess virði að smakka til að vera með í umræðunni. Á Akureyri er gaman að vera með börn. Frábær sundlaug með buslupolli og alls konar skemmtilegum rennibrautum og þar beint fyrir ofan leikvöllur með trampólíni og hoppikastala, mínígolfi og rafmagnsbílum. Á akureyrskum róluvöllum (sem finnast víða) eru skemmtileg leiktæki og mjúkar gúmmíhellur í kringum rennibrautir og rólur svo það er ekkert vont að detta. Það er ekkert nauðsynlegt að vera á bíl en fyrir þá sem svo eru búnir má benda á Kjarnaskóg, Jólahúsið, Smámunasafnið, Safnasafnið og sundlaugina á Hrafnagili. Og svo er Akureyri falleg, hvort heldur staðið er uppi í brekku og horft yfir landslagið eða göturnar með gömlu húsunum þræddar. Innbærinn, Lystigarðurinn... er ég að gleyma einhverju? Já, fjölmörgu. Fyrir nú utan allt sem ég á eftir að uppgötva. Og svo er alltaf gott veður. Þannig að þið megið eiga ykkar útlönd fyrir mér: Akureyri er mín sumarleyfisparadís.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun