Körfubolti

Stjörnumenn kláruðu Fjölni í seinni hálfleiknum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jovan Zdravevski skorar tvö stiga sinna í kvöld.
Jovan Zdravevski skorar tvö stiga sinna í kvöld. Mynd/Valli

Stjarnan hitti á ansi góðan dag þegar liðið lagði Fjölni 86-69 í kvöld. Eftir jafnræði í fyrri hálfleik héldu Garðbæingum engin bönd og með sterkri liðsheild náðu þeir öruggum sigri.

Það var mikil spenna í fyrri hálfleiknum og Fjölnismenn leiddu með einu stigi eftir fyrsta fjórðunginn. Stjarnan náði að snúa dæminu við fyrir hálfleik og leiddu 46-41 þegar liðin héldu til búningsherbergja.

Í seinni hálfleiknum voru heimamenn með algjöra stjórn á leiknum, vörnin small fullkomlega og strax í upphafi síðasta leikhlutans voru úrslitin ráðin. Stjörnumenn voru flottir í kvöld, voru mun grimmari og uppskáru fullkomlega verðskuldaðan sigur.

Eins og fyrr segir var liðsheildin lykillinn að sigri Stjörnunnar. Bæði þessi lið töpuðu í fyrstu umferð og Fjölnir því enn án stiga að loknum tveimur leikjum.

Stjarnan-Fjölnir 86-69 (21-22, 25-19, 21-18, 19-10)



Stjarnan: Jovan Zdravevski 19/11 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 16/7 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 13/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 12/5 fráköst, Guðjón Lárusson 8, Marvin Valdimarsson 7/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 4, Birkir Guðlaugsson 4, Birgir Björn Pétursson 3/8 fráköst.

Fjölnir: Ben Stywall 18/11 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 17, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/6 stolnir, Trausti Eiríksson 3, Jón Sverrisson 3/4 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Hjalti Vilhjálmsson 2, Sindri Kárason 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×