Ólafur Þ. Stephensen: You ain‘t seen nothing yet Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. apríl 2010 06:00 Fleyg ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um íslenzka viðskiptaundrið rifjuðust upp þegar hann lýsti því yfir við brezka ríkissjónvarpið, BBC, að gosið í Eyjafjallajökli væri nú bara smáæfing fyrir Kötlugos, sem ekki væri spurning hvort heldur hvenær brytist út, með hrikalegum afleiðingum fyrir Ísland og heimsbyggðina. Ferðaþjónustan eins og hún leggur sig er nú öskureið út í forsetann. Þegar er tekið að bera á afbókunum, talsvert fram í tímann, vegna gossins í Eyjafjallajökli. Á samráðsfundum fulltrúa ferðaþjónustunnar með stjórnvöldum hefur verið lögð sú lína gagnvart erlendum fjölmiðlum að leggja áherzlu á staðreyndir og forðast dramatík; Ísland sé opið ferðamönnum og öryggi almennings tryggt. Sérstaklega er undirstrikað að ekkert bendi til að gos sé að hefjast í Kötlu. Ólafur Ragnar hefur viljað efla sjálfstæði forsetaembættisins. Hluti af þeirri sjálfstæðisbaráttu hans hefur fólgizt í að spyrja hvorki kóng né prest hvað ráðlegt sé að hann segi áður en hann stekkur á næsta hljóðnema, merktan alþjóðlegri fréttastofu. Þegar miklu skipti að viðbrögð stjórnvalda út á við væru samhæfð og hófstillt, hélt forsetinn uppteknum hætti og gaf út yfirlýsingar, sem ferðaþjónustan telur að hafi átt sinn þátt í að ýta undir ótta erlendra ferðamanna við að heimsækja Ísland. Eftir að farið var að skamma forsetann hefur hann sagt að það megi nú ekki fela óþægilegar staðreyndir. En kannski þarf hann að átta sig á því að einmitt núna, þegar milljónir manna eru áhyggjufullar og hræddar við að ferðast vegna ösku frá Eyjafjallajökli, er kolrangur tímapunktur til að hræða fólk með því að margfalt öflugra gos sé í uppsiglingu á Íslandi. BBC er öflugur fjölmiðill og margir útlendingar líklegri til að taka meira mark á forsetanum en öðrum, af því að þeir halda að hann sé valdamaður og sem slíkur líklegur til að túlka afstöðu íslenzkra stjórnvalda. Því miður er ekki nýtt að ummæli forsetans valdi misskilningi erlendis. Í febrúar í fyrra olli það miklu uppnámi hjá þýzkum sparifjáreigendum þegar Þýzkalandsútgáfa Financial Times hafði eftir honum að fólki yrði ekki bætt það tap, sem það hefði orðið fyrir vegna innlagna á Edge-reikninga Kaupþings. Ólafur Ragnar taldi þá ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. Það olli líka fjaðrafoki haustið áður þegar skýrsla norska sendiherrans á Íslandi um hádegisverðarfund forsetans með erlendum sendimönnum lak í fjölmiðla. Á fundinum hellti forsetinn sér yfir Breta og lagði til að Rússar fengju afnot af herstöðinni í Keflavík! Ólafur Ragnar taldi sendiherrann hafa misskilið sig, jafnvel þótt fram hafi komið að aðrir fundarmenn skildu hann með sama hætti. Gæti verið að forsetinn misskildist minna ef hann hefði samráð við stjórnvöld í landinu áður en hann tjáir sig um viðkvæm mál? Og gengi aðeins hægar um yfirlýsingagleðinnar dyr? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fleyg ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um íslenzka viðskiptaundrið rifjuðust upp þegar hann lýsti því yfir við brezka ríkissjónvarpið, BBC, að gosið í Eyjafjallajökli væri nú bara smáæfing fyrir Kötlugos, sem ekki væri spurning hvort heldur hvenær brytist út, með hrikalegum afleiðingum fyrir Ísland og heimsbyggðina. Ferðaþjónustan eins og hún leggur sig er nú öskureið út í forsetann. Þegar er tekið að bera á afbókunum, talsvert fram í tímann, vegna gossins í Eyjafjallajökli. Á samráðsfundum fulltrúa ferðaþjónustunnar með stjórnvöldum hefur verið lögð sú lína gagnvart erlendum fjölmiðlum að leggja áherzlu á staðreyndir og forðast dramatík; Ísland sé opið ferðamönnum og öryggi almennings tryggt. Sérstaklega er undirstrikað að ekkert bendi til að gos sé að hefjast í Kötlu. Ólafur Ragnar hefur viljað efla sjálfstæði forsetaembættisins. Hluti af þeirri sjálfstæðisbaráttu hans hefur fólgizt í að spyrja hvorki kóng né prest hvað ráðlegt sé að hann segi áður en hann stekkur á næsta hljóðnema, merktan alþjóðlegri fréttastofu. Þegar miklu skipti að viðbrögð stjórnvalda út á við væru samhæfð og hófstillt, hélt forsetinn uppteknum hætti og gaf út yfirlýsingar, sem ferðaþjónustan telur að hafi átt sinn þátt í að ýta undir ótta erlendra ferðamanna við að heimsækja Ísland. Eftir að farið var að skamma forsetann hefur hann sagt að það megi nú ekki fela óþægilegar staðreyndir. En kannski þarf hann að átta sig á því að einmitt núna, þegar milljónir manna eru áhyggjufullar og hræddar við að ferðast vegna ösku frá Eyjafjallajökli, er kolrangur tímapunktur til að hræða fólk með því að margfalt öflugra gos sé í uppsiglingu á Íslandi. BBC er öflugur fjölmiðill og margir útlendingar líklegri til að taka meira mark á forsetanum en öðrum, af því að þeir halda að hann sé valdamaður og sem slíkur líklegur til að túlka afstöðu íslenzkra stjórnvalda. Því miður er ekki nýtt að ummæli forsetans valdi misskilningi erlendis. Í febrúar í fyrra olli það miklu uppnámi hjá þýzkum sparifjáreigendum þegar Þýzkalandsútgáfa Financial Times hafði eftir honum að fólki yrði ekki bætt það tap, sem það hefði orðið fyrir vegna innlagna á Edge-reikninga Kaupþings. Ólafur Ragnar taldi þá ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. Það olli líka fjaðrafoki haustið áður þegar skýrsla norska sendiherrans á Íslandi um hádegisverðarfund forsetans með erlendum sendimönnum lak í fjölmiðla. Á fundinum hellti forsetinn sér yfir Breta og lagði til að Rússar fengju afnot af herstöðinni í Keflavík! Ólafur Ragnar taldi sendiherrann hafa misskilið sig, jafnvel þótt fram hafi komið að aðrir fundarmenn skildu hann með sama hætti. Gæti verið að forsetinn misskildist minna ef hann hefði samráð við stjórnvöld í landinu áður en hann tjáir sig um viðkvæm mál? Og gengi aðeins hægar um yfirlýsingagleðinnar dyr?