Lífið

Brjóstagjöf er málið að mati Gisele

Gisele Bundchen. MYND/Cover Media
Gisele Bundchen. MYND/Cover Media

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen, 30 ára, er fylgjandi brjóstagjöf. Að hennar mati ætti að skylda allar mæður að fæða börn sín með brjóstamjólk fyrstu sex mánuði eftir fæðingu.

„Ég veit að ég náði mér svona fljótt líkamlega af því að ég hafði hann á brjósti," sagði Gisele.

„Sumir halda því fram að það sé óþarfi að fæða börnin með brjóstamjólkinni en ég er alfarið á móti því að gefa barninu annað en brjóstamjólk fyrstu mánuðina."

Gisele fæddi son sinn, Benjamin, sem er átta mánaða gamall, á heimili sínu án þess að fá nokkur verkjalyf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.