Ætlar að stýra pólitísku og gagnrýnu Stúdentablaði 4. ágúst 2010 06:00 Auður Alfífa Ketilsdóttir, sem er nýráðin ritstjóri Stúdentablaðsins ætlar að sjá háskólanemum fyrir skemmtilegu lestrarefni. Fréttablaðið/arnþór „Ég fór í atvinnuviðtal í byrjun sumars og fékk svo að vita að ég væri ráðin fyrir stuttu,“ segir Auður Alfífa Ketilsdóttir, sem er nýráðin ritstjóri Stúdentablaðsins, en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún að koma til Reykjavíkur eftir sumarlanga dvöl í Reykjarfirði á Hornströndum án síma og netsambands. „Aðstandendur Stúdentaráðs hringdu bara í NMT-símann hans pabba til að ná í mig og færa mér þessar gleðifregnir,“ segir Fífa, eins og hún er alla jafna kölluð. Hún hlakkar til að takast á við starfið sem hún tekur formlega við þann fyrsta september næstkomandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fífa vinnur við fjölmiðlun en hún starfaði um tíma sem blaðamaður á dagblaðinu 24 stundum og var annar umsjónarmaður þáttarins Óþekkt á sjónvarpstöðinni NFS. Þátturinn var spjallþáttur með feminínsku ívafi sem Fífa sá um ásamt Kristínu Tómasdóttur, vinkonu sinni. „Ég hef áhuga á því að vinna í fjölmiðlum enda finnst mér gaman að geta látið í mér heyra og viðrað mínar skoðanir.“ Aðspurð hvort feminísk slag-síða verði á Stúdentablaðinu undir hennar stjórn stendur ekki á svari. „Ja, ég ætla rétt að vona það. Það hefur verið svo gegnum tíðina að ritstjórar hafa getað mótað blaðið eftir sinni hugsjón og það er nú þannig að feminíska sjónarhornið smitast út í allt sem maður gerir og segir. Það verða allavega jöfn kynjahlutföll í ritstjórninni,“ segir Fífa og bætir við hlæjandi að hún voni að blaðið taki ekki allt í einu á sig einhverja karlrembumynd. „Það væri falleinkunn fyrir mig.“ Fífa er enn sem komið er ekki búin að ráða til sín ritstjórn en fer í það á næstu vikum. „Ég er enginn allsráðandi á blaðinu og vil vinna með skemmtilegu og kúl fólki sem er með góðar hugmyndir,“ segir hún og auglýsir hér með eftir fólki innan háskólasamfélagsins til að sækja um að starfa við blaðið. Fífa er ekki alveg búin að móta stefnu Stúdentablaðsins enn þá en það er í bígerð „Ég er með skjal í tölvunni minni sem heitir Hugmyndir fyrir stúdentablað. Það eru nokkrar línur komnar á blað,“ segir Fífa dularfull en viðurkennir að hún vilji að blaðið verði pólitískt og gagnrýnið og að háskólasamfélagið verði í brennidepli. „Þetta verður samt ekki leiðinlegt blað,“ lofar Fífa við að lokum. alfrun@frettablaðið.is Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég fór í atvinnuviðtal í byrjun sumars og fékk svo að vita að ég væri ráðin fyrir stuttu,“ segir Auður Alfífa Ketilsdóttir, sem er nýráðin ritstjóri Stúdentablaðsins, en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún að koma til Reykjavíkur eftir sumarlanga dvöl í Reykjarfirði á Hornströndum án síma og netsambands. „Aðstandendur Stúdentaráðs hringdu bara í NMT-símann hans pabba til að ná í mig og færa mér þessar gleðifregnir,“ segir Fífa, eins og hún er alla jafna kölluð. Hún hlakkar til að takast á við starfið sem hún tekur formlega við þann fyrsta september næstkomandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fífa vinnur við fjölmiðlun en hún starfaði um tíma sem blaðamaður á dagblaðinu 24 stundum og var annar umsjónarmaður þáttarins Óþekkt á sjónvarpstöðinni NFS. Þátturinn var spjallþáttur með feminínsku ívafi sem Fífa sá um ásamt Kristínu Tómasdóttur, vinkonu sinni. „Ég hef áhuga á því að vinna í fjölmiðlum enda finnst mér gaman að geta látið í mér heyra og viðrað mínar skoðanir.“ Aðspurð hvort feminísk slag-síða verði á Stúdentablaðinu undir hennar stjórn stendur ekki á svari. „Ja, ég ætla rétt að vona það. Það hefur verið svo gegnum tíðina að ritstjórar hafa getað mótað blaðið eftir sinni hugsjón og það er nú þannig að feminíska sjónarhornið smitast út í allt sem maður gerir og segir. Það verða allavega jöfn kynjahlutföll í ritstjórninni,“ segir Fífa og bætir við hlæjandi að hún voni að blaðið taki ekki allt í einu á sig einhverja karlrembumynd. „Það væri falleinkunn fyrir mig.“ Fífa er enn sem komið er ekki búin að ráða til sín ritstjórn en fer í það á næstu vikum. „Ég er enginn allsráðandi á blaðinu og vil vinna með skemmtilegu og kúl fólki sem er með góðar hugmyndir,“ segir hún og auglýsir hér með eftir fólki innan háskólasamfélagsins til að sækja um að starfa við blaðið. Fífa er ekki alveg búin að móta stefnu Stúdentablaðsins enn þá en það er í bígerð „Ég er með skjal í tölvunni minni sem heitir Hugmyndir fyrir stúdentablað. Það eru nokkrar línur komnar á blað,“ segir Fífa dularfull en viðurkennir að hún vilji að blaðið verði pólitískt og gagnrýnið og að háskólasamfélagið verði í brennidepli. „Þetta verður samt ekki leiðinlegt blað,“ lofar Fífa við að lokum. alfrun@frettablaðið.is
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“