Gunnar: Valsmenn eiga mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2010 13:45 Gunnar Magnússon, þjálfara HK. Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Gunnar Magnússon, þjálfara HK, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að þetta verði hörku einvígi enda eru þetta tvö bestu liðin í dag. Bæði lið eru þekkt fyrir sterkan varnarleik og eru bæði með góðan markmenn. Það er erfitt að spá í þetta og ég vonast eftir mjög jöfnum leikjum," segir Gunnar. „Fyrirfram myndi ég segja að þetta væri mjög jafnt og að mínu mati eiga Valsmenn mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra. Ástandið á liðinu er mun betra núna en það var í fyrra," segir Gunnar. Haukar eru á heimavelli í fyrsta leiknum í kvöld og liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum á Ásvöllum undanfarin ár. „Þetta er hörku heimavöllur og við HK-menn fengum að kynnast því þegar við töpuðum þremur leikjum þarna í vetur. Mín tilfinning er að Haukarnir vinni fyrsta leikinn en það er bara svona tilfinning sem ég hef," segir Gunnar. Hann segir markmennina Birkir Ívar Guðmundsson og Hlyn Morthens spilar stóra rullu í þessum leikjum. „Þetta verður einvígi á milli Hlyns í marki Vals og Birkis Ívars í marki Hauka. Þessi sería ræðst á því hvort markmaðurinn hefur betur í því einvígi því það lið er mun líklegra. Markmennirnir munu spila stóran þátt í þessu," segir Gunnar en að hans mati skiptir það líka miklu máli fyrir svona góð varnarlið að gera færri mistök í sókninni en andstæðingurinn. „Varnarleikurinn er sterkur hjá báðum liðum og þau treysta bæði á hraðaupphlaup. Það lið sem nær agaðri sóknarleik og finnur fleiri lausnir á varnarleik andstæðinganna mun hafa betur að mínu mati," segir Gunnar. Haukar og Valur hafa mæst sex sinnum í vetur og leikmenn vita því allt um hvern annan. „Þessi lið eru búin að keppa sex sinum áður í vetur og þau þekkjast rosalega vel. Þegar þú ert að fara að spila í sjöunda sinn við sama lið á tímabilinu þá er eðlilegt að sóknarleikurinn sé erfiður því liðin þekkja taktíkina út og því er aðeins auðveldara að verjast. Það er gerir það að verkum að það lið sem nær agaðri sóknarleik, finnur einhverjar lausnir sóknarlega og kemur í veg fyrir hraðaupphlaupin hjá hinum mun að mínu mati vinna einvígið," segir Gunnar sem býst alveg eins við að einvígið geti farið alla leið í fimmta leik „Núna eigum við að geta fengið oddaleik og jafnari leikir og ég vonast eftir því," sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Sjá meira
Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Gunnar Magnússon, þjálfara HK, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að þetta verði hörku einvígi enda eru þetta tvö bestu liðin í dag. Bæði lið eru þekkt fyrir sterkan varnarleik og eru bæði með góðan markmenn. Það er erfitt að spá í þetta og ég vonast eftir mjög jöfnum leikjum," segir Gunnar. „Fyrirfram myndi ég segja að þetta væri mjög jafnt og að mínu mati eiga Valsmenn mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra. Ástandið á liðinu er mun betra núna en það var í fyrra," segir Gunnar. Haukar eru á heimavelli í fyrsta leiknum í kvöld og liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum á Ásvöllum undanfarin ár. „Þetta er hörku heimavöllur og við HK-menn fengum að kynnast því þegar við töpuðum þremur leikjum þarna í vetur. Mín tilfinning er að Haukarnir vinni fyrsta leikinn en það er bara svona tilfinning sem ég hef," segir Gunnar. Hann segir markmennina Birkir Ívar Guðmundsson og Hlyn Morthens spilar stóra rullu í þessum leikjum. „Þetta verður einvígi á milli Hlyns í marki Vals og Birkis Ívars í marki Hauka. Þessi sería ræðst á því hvort markmaðurinn hefur betur í því einvígi því það lið er mun líklegra. Markmennirnir munu spila stóran þátt í þessu," segir Gunnar en að hans mati skiptir það líka miklu máli fyrir svona góð varnarlið að gera færri mistök í sókninni en andstæðingurinn. „Varnarleikurinn er sterkur hjá báðum liðum og þau treysta bæði á hraðaupphlaup. Það lið sem nær agaðri sóknarleik og finnur fleiri lausnir á varnarleik andstæðinganna mun hafa betur að mínu mati," segir Gunnar. Haukar og Valur hafa mæst sex sinnum í vetur og leikmenn vita því allt um hvern annan. „Þessi lið eru búin að keppa sex sinum áður í vetur og þau þekkjast rosalega vel. Þegar þú ert að fara að spila í sjöunda sinn við sama lið á tímabilinu þá er eðlilegt að sóknarleikurinn sé erfiður því liðin þekkja taktíkina út og því er aðeins auðveldara að verjast. Það er gerir það að verkum að það lið sem nær agaðri sóknarleik, finnur einhverjar lausnir sóknarlega og kemur í veg fyrir hraðaupphlaupin hjá hinum mun að mínu mati vinna einvígið," segir Gunnar sem býst alveg eins við að einvígið geti farið alla leið í fimmta leik „Núna eigum við að geta fengið oddaleik og jafnari leikir og ég vonast eftir því," sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Sjá meira