Körfubolti

ÍR-ingar mæta sterkir til leiks - unnu Reykjanes Cup

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveinbjörn Claessen skiptir ÍR-liðið gríðarlega miklu máli.
Sveinbjörn Claessen skiptir ÍR-liðið gríðarlega miklu máli. Mynd/Arnþór
ÍR-ingar unnu Reykjanes Cup Invitational í gær þegar þeir unnu sjö stiga sigur á Fjölnismönnum í úrslitaleiknum. Þetta kemur fram á karfan.is.

ÍR hefur endurheimt fyrirliðann Sveinbjörn Claessen úr meiðslum og mæta greinilega sterkir til leiks í vetur. Þeir unnu meðal annars 23 stiga sigur á Keflvíkingum í mótinu.

Keflavík varð í þriðja sæti eftir 104-102 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Snæfells og Njarðvík endaði í fimmta sæti eftir 76-69 sigur á Grindavík.

Grindvíkingar enduðu þar með í neðsta sæti á fyrsta mótinu undir stjórn Helga Jónasar Guðfinnssonar.

Keppnistímabilið í körfunni hefst 15. september þegar fyrsta umferð Powerade-bikarsins fer af stað. Opnunarleikur keppninnar er leikur Grindavíkur og Hauka í Röstinni í Grindavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×