Lífið

Rauk til tannlæknis á brúðkaupsdaginn

Hilary Duff. MYND/Cover Media
Hilary Duff. MYND/Cover Media

Söngkonan og leikkona Hilary Duff, 22 ára, hefur nú opinberað að það brotnaði upp úr tönn hjá henni á sjálfan brúðkaupsdaginn og hún þurfti að skunda til tannlæknis daginn sem hún gekk að eiga hokkíspilarann Mike Comrie síðustu helgi.

„Ég byrjaði brúðkaupsdaginn á því að brjóta tönn," sagði Hilary í viðtali við bandarísku útgáfu OK tímaritsins.

„Brúðakaupsskipuleggjarinn sá til þess að ég komst til tannlæknis fyrir brúðkaupið. Tönnin var löguð innan við klukkutíma," sagði hún.

Athöfnin, sem var hin glæsilegasta, fór fram á meðan sólin settist í Santa Barbara á laugardagskvöldið að viðstöddum 100 gestum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.