Innlent

Flugeldasala hefst á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Ingi Sigvaldason hefur veg og vanda að sölu flugelda hjá SL.
Jón Ingi Sigvaldason hefur veg og vanda að sölu flugelda hjá SL.
Um átta til níu þúsund sjálfboðaliðar á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu taka þátt í að selja flugelda fyrir þessi áramót en sölustaðir opna á morgun.

„Það er verið að undirbúa allt. Sjálfboðaliðar að taka til og svona," segir Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann segir að um níutíu björgunarsveitir muni taka þátt í sölu flugelda. Björgunarsveitamenn muni selja sömu vörur og hafa verið í boði undanfarin ár en verði líka með nýja fjölskyldu-/krakkapakka og nýja kökukassa þar sem verði seldar níu litlar skotkökur.

Jón Ingi vill brýna það fyrir foreldrum að börn verði ekki með skotelda nema í umsjón foreldra. „Við seljum ekki börnum undir sextán ára aldri vörur," segir Jón Ingi. Betra sé þá að börn komi í fylgd með fullorðnum til að kaupa vörur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×