ATP og PFA taka mikla áhættu með kaupum á FIH bankanum 27. september 2010 10:02 Dönsku lífeyrissjóðirnir ATP og PFA taka mikla áhættu með kaupum sínum á FIH bankanum af Seðlabanka Íslands og skilanefnd Kaupþings. Þetta kemur fram í vikuritinu Ökonomisk Ugebrev.Í ritinu segir að áhættan sé að mestu leyti fólgin í því að á næstu þremur árum þarf að endurfjármagna alþjóðlega skuldabréfaútgáfu FIH upp á 50 milljarða danskra kr. eða um 1.000 milljarða kr. FIH fór í þessa útgáfu í krafti ríkisábyrgðar í gegnum bankpakke I. Ríkisábyrgðin rennur út um næstu mánaðarmót.Ökonomisk Ugebrev segir að þessi endurfjármögnun verði verulega erfið í ljósi þess að lánshæfiseinkunn FIH liggur nálægt svokölluðum ruslflokki í dag og því hefur bankinn aðeins tvö ár til að breyta henni í A eða AA.Raunar hefur komið fram að bankastjóri FIH er bjartsýnn á að lánshæfiseinkunn bankans muni hækka töluvert í ljósi þess að fjársterkir aðilar eru komnir með eignarhald hans í sínar hendur. ATP og PFA eru stærstu lífeyrissjóðir Danmerkur og báðir hafa yfir digrum sjóðum að ráða.Ökonomisk Ugebrev segir að takist ekki að hífa upp lánshæfismat FIH og þar með auðvelda endurfjármögnun fyrrgreindra skuldabréfa muni ATP og PFA neyðast til að leggja bankanum til aukið fjármagn. Slík fjárútlát gætu svo aftur haft áhrif á eiginfjárstöðu lífeyrissjóðanna sjálfra. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Dönsku lífeyrissjóðirnir ATP og PFA taka mikla áhættu með kaupum sínum á FIH bankanum af Seðlabanka Íslands og skilanefnd Kaupþings. Þetta kemur fram í vikuritinu Ökonomisk Ugebrev.Í ritinu segir að áhættan sé að mestu leyti fólgin í því að á næstu þremur árum þarf að endurfjármagna alþjóðlega skuldabréfaútgáfu FIH upp á 50 milljarða danskra kr. eða um 1.000 milljarða kr. FIH fór í þessa útgáfu í krafti ríkisábyrgðar í gegnum bankpakke I. Ríkisábyrgðin rennur út um næstu mánaðarmót.Ökonomisk Ugebrev segir að þessi endurfjármögnun verði verulega erfið í ljósi þess að lánshæfiseinkunn FIH liggur nálægt svokölluðum ruslflokki í dag og því hefur bankinn aðeins tvö ár til að breyta henni í A eða AA.Raunar hefur komið fram að bankastjóri FIH er bjartsýnn á að lánshæfiseinkunn bankans muni hækka töluvert í ljósi þess að fjársterkir aðilar eru komnir með eignarhald hans í sínar hendur. ATP og PFA eru stærstu lífeyrissjóðir Danmerkur og báðir hafa yfir digrum sjóðum að ráða.Ökonomisk Ugebrev segir að takist ekki að hífa upp lánshæfismat FIH og þar með auðvelda endurfjármögnun fyrrgreindra skuldabréfa muni ATP og PFA neyðast til að leggja bankanum til aukið fjármagn. Slík fjárútlát gætu svo aftur haft áhrif á eiginfjárstöðu lífeyrissjóðanna sjálfra.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira