Körfubolti

Lengjubikarinn: KFÍ vann Stjörnuna í Garðabæ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða KFÍ

Nú liggur ljóst fyrir hvaða lið mætast í fjórðungsúrslitum Lengjubikarkeppni karla í körfubolta en þrír leikir fóru fram í kvöld.

KFÍ, Fjölnir og Hamar eru komin áfram í 8-liða úrslitin en Grindavík tryggði sig áfram í gær.

KFÍ kom liða mest á óvart í kvöld með því að vinna Stjörnuna, 108-96. Ari Gylfason skoraði 25 stig fyrir Ísfirðinga sem tóku mikinn kipp í síðari hálfleik eftir að hafa verið undir, 51-45, í hálfleik.

KFÍ gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig í fjórða leikhluta og tryggði sér þannig glæsilegan sigur, 108-96. Hjá Stjörnunni var Jovan Zdravevski stigahæstur með 30 stig.

Hamar vann Tindastól, 72-63, á Sauðárkróki. Narijus Taraskus skoraði átján stig fyrir Hvergerðinga í leiknum.

Þá vann Fjölnir sigur á ÍR, 76-73, í Kennaraháskólanum. Stigahæstur Fjölnismanna í leiknum var Sindri Kárason með sautján stig.

Leikirnir í fjórðungsúrslitunum fara allir fram klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið:

Njarðvík - Grindavík

KR - KFÍ

Snæfell - Fjölnir

Keflavík - Hamar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×