Árangur Rosberg kemur ekki á óvart 5. apríl 2010 13:36 Nico Rosberg og Michael Schumacher aka með Mercedes og eru hér í hópi kvenna á Sepang brautinni. Nobert Haug hjá Mercedes segir að það komi sér ekkert á óvart að Nico Rosberg sé að standa sig vel sem liðsfélagi Michael Schumacher. Rosberg varð í þriðja sæti á eftir Red Bull mönnum í gær. "Þegar sögusagnir af Michael komu upp, þá hringdi Nico í mig og spurði hvort það væri satt. Hann vildi ólmur fá hann til liðsins", sagði Haug um Rosberg. Það segir meira en mörg orð um styrk Rosberg að hann vildi vinna með og keppa við meistarann margfalda. Haug vann áður náið með McLaren sem notar Mercedes vélar, en síðan ákvað Mercedes að kaupa Brawn liðið og Haug vinnur náið með Ross Brawn. Haug segir þá vinna saman og engin sé í forstjóraleik, þó tvö fyrirtæki hafi samneinast sem ein heild. Brawn er framkvæmdarstjóri liðsins. "Ég vil vinna með þeim bestu, eins og Ross Brawn. Við erum ekki upp á móti hvor öðrum, heldur vinnum saman. Ég vil hafa þann besta mér við hlið, þannig að ég vinni enn betur en ella. Það sama á við um Rosberg." Rosberg var hluti af ungliðahópi Mercedes í kart kappakstri ásamt Lewis Hamilton. "Ég hef þekkt Rosberg lengi og þegar ég vann með McLaren þá reyndum við að fá hann þangað. Þá þekki ég Keke pabba hans vel og Rosberg hefur alltaf vakið athygli. Það kemur mér ekkert á óvart að hann er að skila sínu. Hann er að negla þetta." Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nobert Haug hjá Mercedes segir að það komi sér ekkert á óvart að Nico Rosberg sé að standa sig vel sem liðsfélagi Michael Schumacher. Rosberg varð í þriðja sæti á eftir Red Bull mönnum í gær. "Þegar sögusagnir af Michael komu upp, þá hringdi Nico í mig og spurði hvort það væri satt. Hann vildi ólmur fá hann til liðsins", sagði Haug um Rosberg. Það segir meira en mörg orð um styrk Rosberg að hann vildi vinna með og keppa við meistarann margfalda. Haug vann áður náið með McLaren sem notar Mercedes vélar, en síðan ákvað Mercedes að kaupa Brawn liðið og Haug vinnur náið með Ross Brawn. Haug segir þá vinna saman og engin sé í forstjóraleik, þó tvö fyrirtæki hafi samneinast sem ein heild. Brawn er framkvæmdarstjóri liðsins. "Ég vil vinna með þeim bestu, eins og Ross Brawn. Við erum ekki upp á móti hvor öðrum, heldur vinnum saman. Ég vil hafa þann besta mér við hlið, þannig að ég vinni enn betur en ella. Það sama á við um Rosberg." Rosberg var hluti af ungliðahópi Mercedes í kart kappakstri ásamt Lewis Hamilton. "Ég hef þekkt Rosberg lengi og þegar ég vann með McLaren þá reyndum við að fá hann þangað. Þá þekki ég Keke pabba hans vel og Rosberg hefur alltaf vakið athygli. Það kemur mér ekkert á óvart að hann er að skila sínu. Hann er að negla þetta."
Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira