Innlent

Pétur Jóhann er sjónvarpsmaður ársins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pétur Jóhann er ekki hvað síst þekktur fyrir að túlka Ólaf Ragnar í -vaktar þáttunum. Mynd/ Anton.
Pétur Jóhann er ekki hvað síst þekktur fyrir að túlka Ólaf Ragnar í -vaktar þáttunum. Mynd/ Anton.
Pétur Jóhann Sigfússon var valinn sjónvarpsmaður ársins af hlustendum Bylgjunnar.

Tilkynnt var um valið í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. Pétur Jóhann var valinn úr hópi 10 manna sem tilnefndir höfðu verið, en kosið var á Vísi.

Í þriðja sæti varð Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi og í öðru sæti varð Þóra Arnórsdóttir sjónvarpskona á RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×