Lífið

Hjónabandið krefst mikillar vinnu

Mikil vinna
Leikkonan Jessica Alba segir mikla vinnu liggja að baki góðu hjónabandi. 
nordicphotos/getty
Mikil vinna Leikkonan Jessica Alba segir mikla vinnu liggja að baki góðu hjónabandi. nordicphotos/getty
Leikkonan Jessica Alba hefur verið gift handritshöfundinum Cash Warren frá árinu 2008 og eiga þau saman eina dóttur. Leikkonan lítur hjónabandið þó raunsæjum augum og segir mikla vinnu liggja að baki farsælu hjónabandi.

„Það er erfitt að vera giftur. Fólk reynir sitt besta en þetta krefst mikillar tillitssemi og það getur reynst mörgum erfitt. Flestir vilja helst vera sjálfselskir og gera hlutina eftir sínu höfði, en í hjónabandi er ekki pláss fyrir slíkan þankagang. Þetta er mikil vinna,“ sagði hin snoppufríða leikkona sem segist þó hafa góðar fyrirmyndir í foreldrum sínum.

„Foreldrar mínir hafa sett gott fordæmi og sannað það að fólk geti lifað hamingjusamlega til æviloka. Þau byrjuðu saman mjög ung og eru enn hamingjusamlega gift. Með slíkar fyrirmyndir virðist allt mögulegt, þrátt fyrir tölfræðina.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.