Lífið

Keypti grafreit við hlið Monroe

Hugh Hefner. MYND/Cover Media
Hugh Hefner. MYND/Cover Media

Hugh Hefner, 84 ára, hefur keypt grafreitinn við hlið gröf Marilyn Monroe. Þar vill hann láta grafa sig þegar hann fellur frá.

Hugh, sem minntist Marilyn á Twitter síðunni sinni í gær, var góðvinur ljóskunnar sem lést 5. ágúst árið 1962 aðeins 36 ára gömul en hún birtist á fyrstu forsíðu Playboy tímaritsins árið 1953.

Hugh segir tölublaðið með Marilyn á forsíðunni enn vera í uppáhaldi hjá honum.

Sagan segir að Hugh hafi átt í ástarsambandi við Marilyn en hann hefur aldrei staðfest þá sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.