Lífið

Var við það að missa vitið yfir móðurhlutverkinu

Helena Christensen. MYND/Cover Media.
Helena Christensen. MYND/Cover Media.

Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen, 41 árs, segir að móðurhlutverkið hafi verið erfitt á stundum. Á meðgöngunni var hún til að mynda við það að missa vitið út af áhyggjum.

Helena, sem á 10 ára son, Mingus, með fyrrverandi eiginmanni sínum, fyrrum Prada fyrirsætunni og leikaranum Norman Reedus, sagði að þegar hún gekk með Mingus voru allir að segja henni hvað það væri frábært að verða móðir.

„Ég hugsaði stöðugt um ábyrgðina sem fylgdi því að eignast barn og það var að gera mig geðveika," sagði Helena.

„Ég er ekki ströng móðir. Til dæmis þegar Mingus fann snák á götu í New York vildi hann ólmur taka hann með heim. Við settum snákinn í glerflösku og fórum með hann í greiningu í dýraverslun. Þar fengum við staðfest að þetta var ekki kóbraslanga þannig að við tókum hann heim. Snákurinn býr núna í stóru búri hjá okkur og við fæðum hann með engisprettum daglega," útskýrði Helena.

Helena ráðleggur mæðrum að láta hlutina bara gerast þegar kemur að uppeldinu. Samband milli móður og barns gerist á náttúrulegan máta segir hún.

„Öll börn vilja ást og rútínu, góðan nætursvefn og hollan og góðan mat. Svo lengi sem þau eru elskuð held ég að þau geti tekist á við hvað sem er."

„En ég veit ekki hvernig ég get gefið góð ráð. Þegar þú ert móðir lærir þú nýja hluti á hverjum einasta degi og ég er ekki með neinar sérstakar reglur þannig að ég get ekki gefið ráð hvað það varðar. Öll börn eru ólík og við foreldrar erum líka ólíkir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.