Körfubolti

Grindavík: Átta sigurleikir í röð án eins eða fleiri lykilmanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Freyr Jónsson hefur gefið 25 stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum.
Arnar Freyr Jónsson hefur gefið 25 stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum. Mynd/Vilhelm
Grindvíkingar eiga möguleika á því að verða deildarmeistarar í Iceland Express karla í körfubolta á morgun vinni þeir ÍR á sama tíma og KR tapar í Stykkishólmi.

Grindavíkurliðið hefur unnið átta síðustu leiki sína í deildinni og þar á meðal eru öll hin fimm liðin sem eru í sex efstu sætum deildarinnar. Síðasta tap liðsins kom á heimavelli á móti Fjölni 14. janúar.

Það vekur athygli að Grindavíkur hefur alltaf verið án að minnsta eins öflugs leikmanns í þessum átta sigurleikjum. Í tapinu á móti Fjölni vantaði hinsvegar þrjá leikmenn sem allir hafa sinnt leikstjórnendahlutverki liðsins og það var augljóslega of mikið fyrir liðið.

Aðalleikstjórnandinn Arnar Freyr Jónsson er liðinu mikilvægur sem sést ekki síst á því að liðið er búið að vinna síðustu ellefu deildarleiki sína með hann innanborðs. Síðasta deildartap Grindavíkurliðsins með Arnar Freyr innanborðs kom á móti hans gömlu félögum í Keflavík en sá leikur fór fram í Toyota-höllinni í Keflavík 22. nóvember á síðasta ári.

Átta stigahæstu leikmenn Grindavíkur í vetur:

Páll Axel Vilbergsson 21,1 (5,8 fráköst í leik)

Darrell Flake 20,9 (7,2 fráköst í leik)

Þorleifur Ólafsson 13,5

Ómar Sævarsson 11,8

Brenton Birmingham 11,2 (4,0 stoðsendingar í leik)

Ólafur Ólafsson 8,6

Guðlaugur Eyjólfsson 6,3

Arnar Freyr Jónsson 5,5 (6,8 stoðsendingar í leik)

Átta leikja sigurganga Grindvíkinga:

(Innan sviga er hvaða lykilleikmann vantaði)

Njarðvík (úti) 102-99 sigur (Þorleifur)

KR (heima) 84-67 sigur (Brenton)

Hamar (úti) 104-81 sigur (Þorleifur)

Breiðablik (heima) 94-68 sigur (Þorleifur)

Stjarnan (úti) 81-76 sigur (Guðlaugur)

Keflavík (heima) 76-72 sigur (Páll Axel)

Snæfell (úti) 98-88 sigur (Þorleifur)

FSu (heima) 106-66 sigur (Þorleifur, Flake)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×