Viðskipti innlent

Fjármálaráðherra Breta fagnar nýjum Icesavesamningi

George Osborne fjármálaráðherra Breta fagnar því að nýr Icesave samningur liggi nú á borðinu. Breska fjármálráðuneytið sendi frá sér tilkynningu seint í gær þar sem segir að ásættanleg lok á málinu fyrir báða aðila muni marka nýjan kafla í samskiptum Breta og Íslendinga.

Í frétt um málið á BBC segir að Bretland hafi nýlega breytt afstöðu sinni gagnvart umsókn Íslands um að ganga í ESB og hætt að leggjast gegn umsókninni.

Í samtali BBC við Osborne áður en nýi Icesave samningurinn var kynntur segir ráðherran að Icesavemálið hafi haft mikið með þá ákvörðun að gera.

„Ég tel að þetta hafi leitt til mun uppbyggilegra samskipta milli íslenskra og breskra stjórnvalda. Þau samskipti voru við frostmarkið frómt frá sagt," segir Osborne.

Hinn nýi Icesave samningur er til umræðu á flestum viðskiptasíðum fjölmiðla í Bretlandi, Hollandi og á Norðurlöndunum. Reuters var með umfjöllun um samninginn sem eina af helstu viðskiptafréttum sínum í morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×