Lífið

Vill vita af framhjáhaldi

Julianna Margulies.MYND/Cover Media
Julianna Margulies.MYND/Cover Media

Leikkonan Julianna Margulies vill fá að vita ef eiginmaður hennar heldur framhjá henni.

Leikkonan, sem giftist Keith Lieberthal fyrir tveimur árum og á með honum tveggja ára son, veit ekki alveg hvernig hún myndi bregðast við ef eiginmaður hennar tæki upp á því að halda fram hjá henni.

„Að vita af framhjáhaldinu væri slæmt en að vita ekkert væri ennþá verra," segir Julianna í tímaritinu Redbook.

„Ég held að það taki gríðarlega mikla orku frá konum sem standa í framhjáhaldi og líka frá konum sem verða fyrir því að eiginmenn þeirra haldi framhjá þeim. Erfiðasti hlutinn er örugglega að vita af líkamlega hlutanum í framhjáhaldi. Ef kona ákveður að fyrirgefa manninum sínum getur hún þá nokkurn tíman treyst honum aftur?" segir Julianna.

„Ég er mjög hamingjusöm í mínu sambandi. Eina freistingin sem á við mig um þessar mundir er súkkulaði og Martini drykkir," segir leikkonan þegar talið berst að henni.



Notar þú ilmvatn? Könnun stendur yfir á Facebook síðunni okkar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.