Lífið

Öryggi mikilvægara en fegurð í fari kvenna

Jackson Rathbone. MYND/Cover Media
Jackson Rathbone. MYND/Cover Media

Twilight leikarinn Jackson Rathbone, 25 ára, hefur mikinn áhuga á að hitta söngkonuna Avril Lavigne þrátt fyrir þá staðreynd að hún er á föstu.

Leikarinn, sem varð heimsfrægur eftir að hann lék blóðsuguna Jasper Hale í Twilight kvikmyndunum og nú síðast í ævintýramyndinni The Last Airbender sem hóf sýningar í dag hér á landi, hefur ákveðnar skoðanir á kvenfólki.

Jackson er hrifnari af sjálfsöruggum konum með sterkan persónuleika frekar en óaðfinnanlega fallegum konum.

Þrátt fyrir að söngkonan Avril er byrjuð með The Hills stjörnunni Brody Jenner segist Jackson ekki geta gert að því hvað honum finnst söngkonan kynþokkafull.

„Mér er í rauninni sama hvernig Avril lítur út. Það er bara þetta sjálfsöryggi sem hún hefur sem nær mér. Ég er hrifinn af kvenfólki sem er öruggt í eigin skinni og trúir á það sem það gerir. Ég gæfi mikið fyrir að komast á stefnumót með Avril," sagði leikarinn.

The Last Airbender er sýnd í Sambíóunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.