Lífið

Lisa Marie Presley flytur til Bretlands

Lisa Marie Presley. MYND/Cover Media
Lisa Marie Presley. MYND/Cover Media

Lisa Marie Presley, 42 ára, dóttir Elvis Presley, er flutt í 8 milljón punda húsnæði í Bretlandi, ásamt eiginmanni sínum, Michael Lockwood, og 22 mánaða gömlum tvíburadætrum þeirra, Finley og Harper.

Sagan segir að Lisa hafi fengið nóg af því að búa í Losa Angeles því þar er hún nánast daglega spurð út í fyrrverandi eiginmann sinn, Michael Jackson, sem féll frá í júní í fyrra.

Nýja húsnæðið inniheldur meðal annars 11 herbergi, innisundlaug, bíósal og fimm stjörnu gufubað.

„Hún gat ekki beðið eftir að hefja nýtt líf í Englandi. Strax og hún lenti fann hún að hún var komin heim," sagði ættingi Lisu,

Lisa hefur undanfarin ár ferðast til Bretlands því henni líkar vel við veðurfarið þar í landi.

„Ég held ég sé eina manneskjan sem fer til Englands til að njóta veðursins," lét Lisa hafa eftir sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.