Stórfenglegur Mahler Jónas Sen skrifar 7. desember 2010 13:00 Vasily Petrenko. Tónleikar Sinfóníuhljómsveit Íslands Vasily Petrenko stjórnaði. Á efnisskrá voru verk eftir Schubert og Mahler. Stundum er fyndið að lesa hástemmt lofið á vef Sinfóníunnar um stjórnendur hljómsveitarinnar. Auðvitað þarf að selja inn á tónleikana, en af skrifunum að dæma mætti ætla að þetta séu allt rokkstjörnur. Ég er t.d. ekki viss um að rússneski hljómsveitarstjórinn Vasily Petrenko hafi „lagt heiminn að fótum sér á síðustu árum með tilfinningaþrunginni túlkun sinni". Hann er vissulega aðalstjórnandi Konunglegu fílharmóníunnar í Liverpool og hann fékk Gramophone-verðlaun í fyrra. En að hann hafi lagt allan heiminn að fótum sér? Hann er ekki Lady Gaga. Petrenko er þó fínn stjórnandi. Það var auðheyrt strax á fyrstu tónum Ófullgerðu sinfóníunnar eftir Schubert á tónleikum í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið. Sinfónían heitir þessu nafni vegna þess að hún er bara í tveimur köflum, ekki fjórum. En auðvitað er hún ekki ófullgerð. Schubert sagði allt sem segja þurfti í tveimur köflum. Hún endar ekki á glæsilegri flugeldasýningu, heldur rennur út í þögnina. Það þótti einkennilegt og ófullgert árið 1822. Sinfónían fór rólega af stað á tónleikunum, en formfegurðin í túlkuninni skilaði sér strax í byrjun. Jafnvægið á milli ástríðufullra og innhverfra kafla var sannfærandi. Það var jafnvægi, en samt togstreita. Togstreitan skapaði spennu sem gerði að verkum að skáldskapurinn komst á flug. Ljóðræna stemningin var óheft, skáldavíman óhamin. Einmitt þannig á Schubert að hljóma. Í hinu verkinu á dagskránni, fimmtu sinfóníu Mahlers, gekk meira á. Kaflarnir eru fimm, og fyrir þá sem hafa ekki heyrt sinfóníuna áður, kemur hún stöðugt á óvart. Tónmálið er ótrúlega framsækið fyrir upphaf 20. aldarinnar. Það eru sífellt óvæntar uppákomur, maður veit aldrei hvað kemur næst. Sökum lengdar gerir verkið miklar kröfur til áheyrandans, og það er ekki sama hvernig það er framreitt. Ófókuseruð, máttlítil túlkun er ekki bara leiðinleg, hún bókstaflega drepur fólk úr leiðindum. Það er til marks um vandvirkni og listrænan þroska Petrenkos að sinfónían kom einstaklega vel út. Hljómsveitin spilaði sérlega fallega og af öryggi. Kaflaskipti voru ávallt trúverðug, framvindan eðlileg en samt fersk. Dramatískar andstæður voru skarpar og spennuþrungnar. Hinn flókni, margbrotni söguþráður gekk fullkomlega upp. Endirinn var einhver magnaðasti hápunktur sem ég man eftir á Sinfóníutónleikum. Petrenko hefur kannski ekki lagt heiminn að fótum sér, en ég persónulega féll kylliflatur fyrir honum! Niðurstaða: Afar trúverðug túlkun á Ófullgerðu sinfóníu Schuberts og fimmtu sinfóníu Mahlers. Mest lesið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónleikar Sinfóníuhljómsveit Íslands Vasily Petrenko stjórnaði. Á efnisskrá voru verk eftir Schubert og Mahler. Stundum er fyndið að lesa hástemmt lofið á vef Sinfóníunnar um stjórnendur hljómsveitarinnar. Auðvitað þarf að selja inn á tónleikana, en af skrifunum að dæma mætti ætla að þetta séu allt rokkstjörnur. Ég er t.d. ekki viss um að rússneski hljómsveitarstjórinn Vasily Petrenko hafi „lagt heiminn að fótum sér á síðustu árum með tilfinningaþrunginni túlkun sinni". Hann er vissulega aðalstjórnandi Konunglegu fílharmóníunnar í Liverpool og hann fékk Gramophone-verðlaun í fyrra. En að hann hafi lagt allan heiminn að fótum sér? Hann er ekki Lady Gaga. Petrenko er þó fínn stjórnandi. Það var auðheyrt strax á fyrstu tónum Ófullgerðu sinfóníunnar eftir Schubert á tónleikum í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið. Sinfónían heitir þessu nafni vegna þess að hún er bara í tveimur köflum, ekki fjórum. En auðvitað er hún ekki ófullgerð. Schubert sagði allt sem segja þurfti í tveimur köflum. Hún endar ekki á glæsilegri flugeldasýningu, heldur rennur út í þögnina. Það þótti einkennilegt og ófullgert árið 1822. Sinfónían fór rólega af stað á tónleikunum, en formfegurðin í túlkuninni skilaði sér strax í byrjun. Jafnvægið á milli ástríðufullra og innhverfra kafla var sannfærandi. Það var jafnvægi, en samt togstreita. Togstreitan skapaði spennu sem gerði að verkum að skáldskapurinn komst á flug. Ljóðræna stemningin var óheft, skáldavíman óhamin. Einmitt þannig á Schubert að hljóma. Í hinu verkinu á dagskránni, fimmtu sinfóníu Mahlers, gekk meira á. Kaflarnir eru fimm, og fyrir þá sem hafa ekki heyrt sinfóníuna áður, kemur hún stöðugt á óvart. Tónmálið er ótrúlega framsækið fyrir upphaf 20. aldarinnar. Það eru sífellt óvæntar uppákomur, maður veit aldrei hvað kemur næst. Sökum lengdar gerir verkið miklar kröfur til áheyrandans, og það er ekki sama hvernig það er framreitt. Ófókuseruð, máttlítil túlkun er ekki bara leiðinleg, hún bókstaflega drepur fólk úr leiðindum. Það er til marks um vandvirkni og listrænan þroska Petrenkos að sinfónían kom einstaklega vel út. Hljómsveitin spilaði sérlega fallega og af öryggi. Kaflaskipti voru ávallt trúverðug, framvindan eðlileg en samt fersk. Dramatískar andstæður voru skarpar og spennuþrungnar. Hinn flókni, margbrotni söguþráður gekk fullkomlega upp. Endirinn var einhver magnaðasti hápunktur sem ég man eftir á Sinfóníutónleikum. Petrenko hefur kannski ekki lagt heiminn að fótum sér, en ég persónulega féll kylliflatur fyrir honum! Niðurstaða: Afar trúverðug túlkun á Ófullgerðu sinfóníu Schuberts og fimmtu sinfóníu Mahlers.
Mest lesið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira