Wesley Snipes hefur verið skipað að mæta til afplánunar í fangelsi í Pennsylvaníu í næstu viku vegna skattalagabrota.
Þessi skipun kemur í kjölfar þess að dómari neitaði að láta hann lausan gegn tryggingu á meðan hann biði þess að áfrýjunarbeiðni hans yrði tekin fyrir.
Allt útlit er því fyrir að leikarinn góðkunni klæðist appelsínugulum galla þar til áfrýjun hans verður tekin fyrir.