Innlent

Fjölskylda slapp vel þegar bíllinn valt í Súðavíkurhlíð

Fjögurra manna fjölskylda slapp vel þegar bíll þeirra valt á veginum um Súðavíkurhlíð. Stórgrýti hafði fallið á veginn og þegar ökumaðurinn reyndi að sveigja hjá því missti hann stjórn á bílnum sem fór eina veltu ofan vegar. Hjón voru í bílnum ásamt börnum sínum tveim, sex mánaða og þriggja ára.

Öll voru þau í bílbeltum og bílstólum eins og lög gera ráð fyrir að kenndu þau sér einskis meins þrátt fyrir að bíllinn væri óökufær á eftir. Þau fóru þó í skoðun á sjúkrahúsi að sögn lögreglu. Þá þykir einnig mikil mildi að bíllinn skyldi velta ofan við veginn því neðan við hann er aðeins sjórinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×