Körfubolti

Alltaf oddaleikir í einvígum KR og Snæfells

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson í leik á móti KR í vetur.
Hlynur Bæringsson í leik á móti KR í vetur. Mynd/Valli

KR og Snæfell mætast í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta en þetta varð fyrst ljóst eftir oddaleikina á skírdagskvöld þótt að bæði lið hafi verið löngu búin að tryggja sér sigur í sínum einvígum í átta liða úrslitunum.

Það má búast við jöfnu og skemmtilegu einvígi og það ættu ennfremur að vera góðar líkur á oddaleik því öll þrjú innbyrðiseinvígi þessara tveggja félaga i úrslitakeppninni hafa farið alla leik í úrslitaleik.

Snæfell vann fyrsta einvígið í átta liða úrslitunum 2005 en síðan hefur KR-liðið unnið síðustu tvö einvígin.

Einn leikmaður hefur þó alltaf verið í sigurliði í þessum einvígum því Pálmi Freyr Sigurgeirsson spilaði með Snæfelli 2005 en með KR 2006 og 2007. Hann er kominn aftur til Snæfells núna sem ætti að boða gott fyrir Hólmara.

Einvígi KR og Snæfells í úrslitakeppni:

Undanúrslit 2007 - KR 3-2 Snæfell

KR-Snæfell 82-79 [1-0 fyrir KR]

Snæfell-KR 85-83 [1-1]

KR-Snæfell 61-63 [1-2 fyrir Snæfell]

Snæfell-KR 80-104 [2-2]

KR-Snæfell 76-74 (framlengt, 68-68) [3-2 fyrir KR]

Átta liða úrslit 2006 - KR 2-1 Snæfell

KR-Snæfell 68-71 [0-1 fyrir Snæfell]

Snæfell-KR 61-62 [1-1]

KR-Snæfell 67-64 [2-1 fyrir KR]

Átta liða úrslit 2005 - Snæfell 2-1 KR

Snæfell-KR 89-91 [0-1 fyrir KR]

KR-Snæfell 57-82 [1-1]

Snæfell-KR 116-105 [2-1 fyrir Snæfell]






Fleiri fréttir

Sjá meira


×