Fyrirgefning og samstaða Ólafur Stephensen skrifar 29. júní 2010 09:13 Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sló nýjan tón í umræðum um kirkjuna og samkynhneigða í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn. Biskup hefur greinilega kosið að horfast í augu við þann yfirgnæfandi stuðning sem ein hjúskaparlög fyrir samkynhneigða jafnt sem gagnkynhneigða hafa meðal þjóðarinnar - og þar með á meðal þjóðkirkjufólks. Hann hefur því ákveðið að setja punkt aftan við neikvæða eða hálfvolga afstöðu kirkjunnar manna gagnvart hjónabandi samkynhneigðra og taka vel á móti samkynhneigðu fólki, sem kýs að ganga upp að altarinu og þiggja hjónavígslu af prestum þjóðkirkjunnar.Ummæli biskups fyrir rúmum fjórum árum, um að ef hætt yrði að skilgreina hjónabandið sem samband karls og konu, yrði því kastað á sorphauginn, særðu marga. Karl Sigurbjörnsson breytir í samræmi við þann kristna boðskap sem hann kennir er hann biðst fyrirgefningar á þeim orðum sínum. Flestir samkynhneigðir hafa tekið þeirri fyrirgefningarbeiðni vel og talið hana til marks um að biskup vildi bjóða þá velkomna.Hjónabandið er ein af grundvallarstofnunum okkar kristna samfélags. Því miður hefur hún veikzt undanfarna áratugi. Færri ganga í hjónaband en áður og skilnuðum hefur fjölgað gríðarlega. Þess vegna ber að fagna hverjum þeim, sem kýs að ganga í heilagt hjónaband og haga sambandi sínu við lífsförunaut sinn í samræmi við kristin gildi. Þetta undirstrikar biskup Íslands þegar hann segir í samtalinu við Fréttablaðið: "Nú er komin niðurstaða og skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um að styðja við hjónabandið og fjölskyldurnar í landinu. Þetta er elsta stofnun mannlegs samfélags og það skiptir miklu máli að fólk vill festa ráð sitt og standa við sínar dýrmætustu skuldbindingar. Það er aðalmálið."Á undanförnum árum hafa margir samkynhneigðir, vinir þeirra og fjölskyldur fjarlægzt þjóðkirkjuna vegna afstöðu hennar til hjónabandsins, jafnvel sagt sig úr kirkjunni og gengið í aðrar kirkjudeildir eða kosið að standa utan trúfélaga. Afstaða biskups ryður hindrunum í samskiptum kirkjunnar við þennan stóra hóp úr vegi. Vonandi er að hún verði líka öðrum kirkjunnar þjónum fyrirmynd, þannig að sem allra fæstir þurfi að hika við að sækja til kirkjunnar sinnar vegna afstöðu sóknarprestsins í þessum efnum.Stofnun sem vill standa undir heitinu þjóðkirkja hlýtur að taka jafnvel á móti öllum sem vilja lifa í samræmi við kærleiksboðskap kristindómsins, sama hvernig þeir eru af Guði gerðir. Orð Karls Sigurbjörnssonar eru til marks um að kirkjan muni taka á móti öllum í nafni kærleikans. Þau efla þá samstöðu um þjóðkirkjuna, sem hér hefur lengi ríkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sló nýjan tón í umræðum um kirkjuna og samkynhneigða í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn. Biskup hefur greinilega kosið að horfast í augu við þann yfirgnæfandi stuðning sem ein hjúskaparlög fyrir samkynhneigða jafnt sem gagnkynhneigða hafa meðal þjóðarinnar - og þar með á meðal þjóðkirkjufólks. Hann hefur því ákveðið að setja punkt aftan við neikvæða eða hálfvolga afstöðu kirkjunnar manna gagnvart hjónabandi samkynhneigðra og taka vel á móti samkynhneigðu fólki, sem kýs að ganga upp að altarinu og þiggja hjónavígslu af prestum þjóðkirkjunnar.Ummæli biskups fyrir rúmum fjórum árum, um að ef hætt yrði að skilgreina hjónabandið sem samband karls og konu, yrði því kastað á sorphauginn, særðu marga. Karl Sigurbjörnsson breytir í samræmi við þann kristna boðskap sem hann kennir er hann biðst fyrirgefningar á þeim orðum sínum. Flestir samkynhneigðir hafa tekið þeirri fyrirgefningarbeiðni vel og talið hana til marks um að biskup vildi bjóða þá velkomna.Hjónabandið er ein af grundvallarstofnunum okkar kristna samfélags. Því miður hefur hún veikzt undanfarna áratugi. Færri ganga í hjónaband en áður og skilnuðum hefur fjölgað gríðarlega. Þess vegna ber að fagna hverjum þeim, sem kýs að ganga í heilagt hjónaband og haga sambandi sínu við lífsförunaut sinn í samræmi við kristin gildi. Þetta undirstrikar biskup Íslands þegar hann segir í samtalinu við Fréttablaðið: "Nú er komin niðurstaða og skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um að styðja við hjónabandið og fjölskyldurnar í landinu. Þetta er elsta stofnun mannlegs samfélags og það skiptir miklu máli að fólk vill festa ráð sitt og standa við sínar dýrmætustu skuldbindingar. Það er aðalmálið."Á undanförnum árum hafa margir samkynhneigðir, vinir þeirra og fjölskyldur fjarlægzt þjóðkirkjuna vegna afstöðu hennar til hjónabandsins, jafnvel sagt sig úr kirkjunni og gengið í aðrar kirkjudeildir eða kosið að standa utan trúfélaga. Afstaða biskups ryður hindrunum í samskiptum kirkjunnar við þennan stóra hóp úr vegi. Vonandi er að hún verði líka öðrum kirkjunnar þjónum fyrirmynd, þannig að sem allra fæstir þurfi að hika við að sækja til kirkjunnar sinnar vegna afstöðu sóknarprestsins í þessum efnum.Stofnun sem vill standa undir heitinu þjóðkirkja hlýtur að taka jafnvel á móti öllum sem vilja lifa í samræmi við kærleiksboðskap kristindómsins, sama hvernig þeir eru af Guði gerðir. Orð Karls Sigurbjörnssonar eru til marks um að kirkjan muni taka á móti öllum í nafni kærleikans. Þau efla þá samstöðu um þjóðkirkjuna, sem hér hefur lengi ríkt.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun