Lífið

Daglega hraðgöngu með kvikindið

Jessica Simpson. MYNDIR/Cover Media
Jessica Simpson. MYNDIR/Cover Media

Söngkona Jessica Simpson æfir Crossfit þegar hún vill komast í gott form á stuttum tíma.

„Ég legg áherslu á hollt mataræði þegar ég æfi. Ég elska brún hrisgrjón og kjúkling en ég sneyði algjörlega hjá sælgæti ef ég get. Þegar ég er að farast úr sætindaþörf fæ ég mér sykurlaust Jell-O," sagði Jessica.

Við gerðum könnun á meðal lesenda Lífsins á Facebooksíðunni okkar og spurðum:  Stundar þú líkamsrækt (hvar æfir þú og hve oft í viku)?

„Daglega hraðgöngu með kvikindið í Öskjuhlíð ca klukkutíma...kvikindið er hundurinn ekki barnið."

„Ég syndi helling, svo fer ég í þrek, hjóla, hleyp og lyfti og allskonar æfingar. Svo fer ég í rope yoga, pilates, resistant stretching, yoga og er að byrja líka í TRX og Crossfit."

„World Class og útihlaup til skiptis, reyni að fara 4-5 x í viku."

„Lífstíl Keflavík, 5x í viku og þar af spinning 3x."

„Í Hress Hafnarfirði 3 - 5 sinnum í viku."

„Nota hestana mína sem líkamsræktartæki."

„JSB....langbesta stöðin á höfuðborgarsvæðinu. Reyni að fara 3-4 sinnum í viku."

„Ég keypti mér svona fjölþjálfa, æfingar á bolta og teygjur og æfi bara heima 5-6 sinnum í viku. Reyni líka að fara eins mikið út að labba og ég get t.d. í Heiðmörkinni sem er einn af uppáhaldsstöðunum mínum á þessu fallega landi."

Þökkum ykkur öllum kærlega fyrir þátttökuna. Vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.