Lífið

Kominn með nóg af New York

Bix Fyrsta plata Bix í fullri lengd, Animalog, verður spiluð í kvöld ásamt nýjum plötum frá Hairdoctor og Retro Stefson.
Bix Fyrsta plata Bix í fullri lengd, Animalog, verður spiluð í kvöld ásamt nýjum plötum frá Hairdoctor og Retro Stefson.

Hlustunarveisla verður haldin á Austur í kvöld þar sem lög af nýjustu plötum Hairdoctor, Retro Stefson og Bix verða spilaðar. Þær tvær fyrrnefndu koma út á vegum Braks, undirmerkis Kimi Records, en plata Bix kemur út hjá Muhaha Records um miðjan nóvember.

Bix er nýfluttur heim frá New York en hann bjó þar og í Los Angeles í fjölmörg ár.

„Ég var farinn að sakna Íslands. Ég var búinn að vera úti í þrettán ár og var kominn með nóg af New York í bili," segir Bix, sem heitir réttu nafni Birgir Sigurðsson. Þar í borg starfaði hann við að semja tónlist við myndir og auglýsingar.

„Mig langaði að gera meiri tónlist fyrir sjálfan mig. Það er svo mikil gróska á Íslandi í dag og svo mikil jákvæð sköpun í gangi. Það er mikil orka hérna."

Bix hefur á ferli sínum endurhljóðblandað lög við góðan orðstír, meðal annars með lög með Beck, Madonnu, Sigur Rós, múm og Gus Gus. Hann gaf fyrir um tíu árum út sex laga EP-plötu en nýja platan hans, Animalog, er í fullri lengd.

Hún er elektrónísk þar sem lifandi hljóðfæri fá líka sinn sess. Helmingurinn er sunginn, þar sem Daníel Ágúst og Phil Mossman, einn af stofnendum hljómsveitarinnar LCD Soundsystem, koma við sögu.

Plötusnúðarnir Sexy Lazer og DJ Margeir ætla að gefa út tvö DJ mix í kvöld og fólk getur mætt með mp3-spilara í hlustunarpartíið til að hala þau niður ókeypis. Veislan hefst stundvíslega klukkan 21.30.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.