Lífið

Ströng móðir

Julia Roberts. MYND/Cover Media
Julia Roberts. MYND/Cover Media

Leikkonan Julia Roberts hefur sagt opinberlega að hún hafi notið þess að borða við tökur á væntanlegri kvikmynd sem ber heitið Eat, Pray, Love en þar fer hún með aðalhlutverkið. Í kjölfarið bættu hún á sig 5 kílóum á 5 vikum.

Julia, sem er þriggja barna móðir, er ströng þegar kemur að mataræði barnanna.

„Ég er frekar ströng mamma þegar kemur að sætindaáti hjá börnunum mínum þrátt fyrir þá staðreynd að ég er algjör sælkeri," sagði Julia.

„Þau fá ís, nammi og kökur en eingöngu við sérstök tækifæri. Þá njóta þau þess mun betur. „Ég er hinsvegar ekki eins ströng við sjálfa mig þegar kemur að sælgætisáti," viðurkenndi leikkonan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.