Lífið

MIB 3 verður í þrívídd

Tommy Lee og Will Smith ætla að endurtaka hlutverk sín í MIB 3.
Tommy Lee og Will Smith ætla að endurtaka hlutverk sín í MIB 3.
Þriðja myndin um mennina í svörtum fötum verður gerð. Þetta staðfesti höfundur og leikstjóri myndarinnar, Barry Sonnenfeld.

Þá er það einnig staðfest að Tommy Lee Jones mun endurtaka hlutverk sitt sem Kay en miklar vangaveltur höfðu verið uppi um hvort Tommy Lee myndi yfirhöfuð nenna þessum stórmyndahasar eftir að hafa einbeitt sér að miklu einfaldari og látlausari verkefnum undanfarin ár. Hins vegar er það talið skipta miklu máli að launaávísunin er töluvert hærri fyrir svona mynd og gefur Tommy tækifæri til að einbeita sér enn frekar að sjálfstæðri kvikmyndagerð þegar tökum lýkur. Rétt er að taka fram að Will Smith verður einnig með.

Sonnenfeld upplýsti einnig að myndin yrði gerð í þrívídd en það þykir ekki lengur tíðindum sæta enda ætla nánast allir í Hollywood að gera kvikmyndir í þrívídd um þessar mundir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.