Lífið

Útgáfuhátíð Geimsteins

Valdimar Hljómsveitin Valdimar stígur á svið á Nasa á laugardaginn.fréttablaðið/anton
Valdimar Hljómsveitin Valdimar stígur á svið á Nasa á laugardaginn.fréttablaðið/anton

Elsta hljómplötuútgáfa landsins, Geimsteinn, heldur útgáfuhátíð á Nasa á laugardaginn. Þar verður öllum þeim sem gefa út á árinu hjá útgáfunni smalað saman í allsherjar veislu.

Listamennirnir sem koma fram eru Bjartmar og Bergrisarnir, BlazRoca, Selma Björns og Miðnæturkúrekarnir, Klassart, Deep Jimi and the Zep Creams, Lifun og Valdimar. Geimsteinn hefur alla tíð veitt nýjum listamönnum brautargengi og ekki einskorðað sig við neina ákveðna tegund tónlistar og má segja að tónleikarnir endurspegli þá stefnu. Hátíðin hefst klukkan 22 og miðaverð er 1.500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.