Frábær Inception Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. júlí 2010 00:01 Inception er besta mynd Christophers Nolan – og þá er heilmikið sagt – enda gerði hann síðast The Dark Knight. Inception: fimm stjörnur Leikstjóri: Christopher Nolan Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Joseph Gordon-Levitt, Ellen Page, Ken Watanabe Christopher Nolan er einn allra flinkasti leikstjórinn í bransanum þessi árin. Hann hefur varla misstigið frá því hann vakti athygli með Memento árið 2000 þótt vissulega séu myndir hans ekki allar jafn góðar. Ekki þarf að fjölyrða um það stórvirki hans að hefja Leðurblökumanninn til vegs og virðingar á ný með hinni líflegu Batman Begins og meistarastykkinu The Dark Knight. Inception er engu að síður besta mynd leikstjórans til þessa og þá er heilmikið sagt. Myndin hefur allt til að bera, hún er spennandi, skemmtileg, frábærlega vel leikin og mun flóknari og áhugaverðari en almennt gengur og gerist með spennumyndir. Á forsíðu nýjasta tölublaðs kvikmyndatímaritsins Empire er sagt að í Inception mætist Matrix og James Bond, á sterum. Eins og svona líkingar geta verið hallærislegar þá er þessi vægast sagt viðeigandi og vart er hægt að lýsa Inception betur í stuttu máli. Leonardo DiCaprio leikur Cobb, útlægan flóttamann frá Bandaríkjunum með morðákæru yfir höfði sér. Hann sérhæfir sig í því að brjótast inn í huga fólks á meðan það sefur, ryðja sér leið inn í drauma þess, á meðan varnirnar eru veikastar og ræna þaðan leyndarmálum. Innbrot af þessu tagi, sem eiga sér að mestu stað í draumum viðfangsefnisins, eru síst af öllu einfaldari en innbrot í raunheimum þannig að Cobb hefur sankað að sér sérfræðingum á helstu sviðum draumafræða til þess að ná sem bestum árangri í faginu. Starfið tekur á, ekki síst andlega, og sá böggull fylgir skammrifi að með langvarandi draumaferðum verða skilin milli draums og veruleika stöðugt óljósari í huga draumaþjófanna. Eftir að andlegar flækjur Cobbs rústa bókstaflega draumi mikilvægs fórnarlambs er hann í vondum málum þar til sá sem hann hugðist ræna fær Cobb til liðs við sig. Nema nú á ekki að stela leyndarmáli, heldur fara inn í draumaheim erfingja orkurisa og læða inn hjá honum hugmynd sem mun hafa stórkostleg áhrif á viðskiptaumhverfi orkubraskara. Þetta á að heita ómögulegt en Cobb tekur verkið að sér enda eru launin ekki af verri endanum, full sakaruppgjöf og tækifæri til þess að snúa aftur heim og hitta börnin sem hann saknar heitt og innilega. Hann fær því þungavigtarfólk til liðs við sig og ræðst til inngöngu í drauma ungs auðmanns sem Chillian Murphy leikur með sínum sjarmerandi töktum. Þarna byrjar ballið fyrir alvöru þar sem hugmyndinni verður að planta djúpt í undirmeðvitund viðfangsins og því þarf að kafa djúpt. Fara úr einum draumi ofan í annan og svo aftur en dýpra. Sem sagt þrefalt lag af draumum og það sem verra er að drepist maður í draumnum er maður steindauður í alvörunni. Í draumunum steypir Nolan okkur ofan í geggjaða sjónræna veislu fyrir augað. Við vitum auðvitað öll að í draumum er allt hægt og Nolan fangar þetta draumaraunsæi af mikilli leikni. Ekki spillir svo fyrir að auðmanninum unga virðist tamt að dreyma í spennumyndastíl og því er okkur kastað úr einu spennumyndarumhverfi í annað og alltaf magnast hasarinn eftir því sem dýpra er kafað. DiCaprio er frábær að vanda, Joseph Gordon-Levitt, Ellen Page, Ken Watanabe klikka ekki heldur. Michael Caine er sjálfum sér líkur, sem sagt góður. Sama má segja um Marion Cotillard og svo skýtur gamla brýnið Tom Berenger upp kollinum í ansi góðu stuði. Senuþjófur myndarinnar, ef hægt er að tala um slíkan í þessum frábæra hópi, er Tom Hardy sem er ferlega fyndinn, töff og skemmtilegur. Bíómyndir verða ekki mikið betri en þessi. Niðurstaða: Einfaldlega frábær mynd. Gáfuleg háspennumynd með áhugaverðri sögu og stórleik magnaðra leikara í stórum hlutverkum sem smáum. Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Inception: fimm stjörnur Leikstjóri: Christopher Nolan Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Joseph Gordon-Levitt, Ellen Page, Ken Watanabe Christopher Nolan er einn allra flinkasti leikstjórinn í bransanum þessi árin. Hann hefur varla misstigið frá því hann vakti athygli með Memento árið 2000 þótt vissulega séu myndir hans ekki allar jafn góðar. Ekki þarf að fjölyrða um það stórvirki hans að hefja Leðurblökumanninn til vegs og virðingar á ný með hinni líflegu Batman Begins og meistarastykkinu The Dark Knight. Inception er engu að síður besta mynd leikstjórans til þessa og þá er heilmikið sagt. Myndin hefur allt til að bera, hún er spennandi, skemmtileg, frábærlega vel leikin og mun flóknari og áhugaverðari en almennt gengur og gerist með spennumyndir. Á forsíðu nýjasta tölublaðs kvikmyndatímaritsins Empire er sagt að í Inception mætist Matrix og James Bond, á sterum. Eins og svona líkingar geta verið hallærislegar þá er þessi vægast sagt viðeigandi og vart er hægt að lýsa Inception betur í stuttu máli. Leonardo DiCaprio leikur Cobb, útlægan flóttamann frá Bandaríkjunum með morðákæru yfir höfði sér. Hann sérhæfir sig í því að brjótast inn í huga fólks á meðan það sefur, ryðja sér leið inn í drauma þess, á meðan varnirnar eru veikastar og ræna þaðan leyndarmálum. Innbrot af þessu tagi, sem eiga sér að mestu stað í draumum viðfangsefnisins, eru síst af öllu einfaldari en innbrot í raunheimum þannig að Cobb hefur sankað að sér sérfræðingum á helstu sviðum draumafræða til þess að ná sem bestum árangri í faginu. Starfið tekur á, ekki síst andlega, og sá böggull fylgir skammrifi að með langvarandi draumaferðum verða skilin milli draums og veruleika stöðugt óljósari í huga draumaþjófanna. Eftir að andlegar flækjur Cobbs rústa bókstaflega draumi mikilvægs fórnarlambs er hann í vondum málum þar til sá sem hann hugðist ræna fær Cobb til liðs við sig. Nema nú á ekki að stela leyndarmáli, heldur fara inn í draumaheim erfingja orkurisa og læða inn hjá honum hugmynd sem mun hafa stórkostleg áhrif á viðskiptaumhverfi orkubraskara. Þetta á að heita ómögulegt en Cobb tekur verkið að sér enda eru launin ekki af verri endanum, full sakaruppgjöf og tækifæri til þess að snúa aftur heim og hitta börnin sem hann saknar heitt og innilega. Hann fær því þungavigtarfólk til liðs við sig og ræðst til inngöngu í drauma ungs auðmanns sem Chillian Murphy leikur með sínum sjarmerandi töktum. Þarna byrjar ballið fyrir alvöru þar sem hugmyndinni verður að planta djúpt í undirmeðvitund viðfangsins og því þarf að kafa djúpt. Fara úr einum draumi ofan í annan og svo aftur en dýpra. Sem sagt þrefalt lag af draumum og það sem verra er að drepist maður í draumnum er maður steindauður í alvörunni. Í draumunum steypir Nolan okkur ofan í geggjaða sjónræna veislu fyrir augað. Við vitum auðvitað öll að í draumum er allt hægt og Nolan fangar þetta draumaraunsæi af mikilli leikni. Ekki spillir svo fyrir að auðmanninum unga virðist tamt að dreyma í spennumyndastíl og því er okkur kastað úr einu spennumyndarumhverfi í annað og alltaf magnast hasarinn eftir því sem dýpra er kafað. DiCaprio er frábær að vanda, Joseph Gordon-Levitt, Ellen Page, Ken Watanabe klikka ekki heldur. Michael Caine er sjálfum sér líkur, sem sagt góður. Sama má segja um Marion Cotillard og svo skýtur gamla brýnið Tom Berenger upp kollinum í ansi góðu stuði. Senuþjófur myndarinnar, ef hægt er að tala um slíkan í þessum frábæra hópi, er Tom Hardy sem er ferlega fyndinn, töff og skemmtilegur. Bíómyndir verða ekki mikið betri en þessi. Niðurstaða: Einfaldlega frábær mynd. Gáfuleg háspennumynd með áhugaverðri sögu og stórleik magnaðra leikara í stórum hlutverkum sem smáum.
Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira