Lífið

Lífið er of stutt til að telja kaloríur

Kate Hudson. MYND/Cover Media
Kate Hudson. MYND/Cover Media

Leikkonan Kate Hudson telur lífið vera allt of stutt til að telja stöðugt kaloríur ofan í sig.

Hollywoodstjarnan Kate, sem hefur alltaf hugsað vel um heilsuna með því að hreyfa sig og borða heilsusamlegt mataræði, byrjaði nýverið með Muse rokkaranum Matt Bellamy.

Að sögn vinkonu Kate er leikkonan hætt að telja kaloríurnar í fæðunni sem hún neytir því Matt segir leikkonunni daglega að hún er gullfalleg hvort sem hún er grindhoruð eða í mýkri kantinum.

Kate æfði fimm daga vikunnar en hefur slakað á þegar kemur að því að mæta í ræktina. Hún nýtur þess í stað samverunnar með Matt.

„Hún áttaði sig loksins á því að lífið er of stutt til að svelta sig og telja kaloríur alla daga. Nú nýtur hún lífsins með því að borða það sem hana langar í," sagði umrædd vinkona.

Síðan okkar á Facebook. Við spáum í fyrramálið fyrir heppnum lesendum Lífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.