Lífið

Gaga með átta MTV-verðlaun

lady gaga Gaga með eina verðlaunastyttunna af þeim átta sem hún hlaut á MTV-myndbandahátíðinni.nordicphotos/getty
lady gaga Gaga með eina verðlaunastyttunna af þeim átta sem hún hlaut á MTV-myndbandahátíðinni.nordicphotos/getty

MTV-myndbandaverðlaunin voru afhent um helgina í Los Angeles. Lady Gaga hirti flest verðlaun allra.

Söngkonan Lady Gaga var sigurvegari MTV-myndbandahátíðarinnar með átta verðlaun, þar á meðal fyrir besta myndband ársins. Sjö verðlaunanna hlaut hún fyrir myndbandið við lagið Bad Romance.

„Ég hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi valda aðdáendum mínum vonbrigðum í kvöld," sagði Gaga, klædd kjól sem virtist vera úr kjöti. „Í kvöld, litlu skrímsli, erum við svölu krakkarnir í partíinu." Með árangri sínum jafnaði hin 24 ára Gaga metið yfir næstflest MTV-verðlaun á einu kvöldi. Metið á Peter Gabriel sem hlaut tíu verðlaun árið 1987, þar af níu fyrir tímamótamyndbandið við lagið Sledgehammer.

Rapparinn Eminem hóf kvöldið með því að syngja lögin Not Afraid og Love the Way You Lie. Síðar um kvöldið fékk hann tvenn verðlaun fyrir myndbandið við fyrrnefnda lagið.

Sveitasöngkonan Taylor Swift flutti lagið Innocent (sjá hér) þar sem hún virtist fyrirgefa rapparanum Kanye West fyrir að hafa eyðilagt þakkarræðu hennar á síðasta ári. Þá vildi rapparinn meina að vinkona sín, Beyoncé, ætti frekar skilið verðlaunin fyrir besta kvenmyndbandið við lagið Single Ladies.

Á meðal annarra listamanna sem hlutu MTV-verðlaun var rokksveitin Muse, Florence and the Machine, 30 Seconds To Mars, Jay-Z og Alicia Keys og The Black Keys.

freyr@frettabladid.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.