Lífið

Finnur fyrir afbrýðisemi í sinn garð

Elisabetta Canalis. MYND/Cover Media
Elisabetta Canalis. MYND/Cover Media

Ítalska fyrirsætan og fjölmiðlakonan Elisabetta Canalis, 31 árs unnusta leikarans George Clooney, 49 ára, er oft á tíðum óörugg í sambandinu.

Elisabetta, sem byrjaði að hitta George á síðasta ári, ræðir í fyrsta sinn opinskátt um samband þeirra í ítalska Vanity Fair tímaritinu. Þar viðurkennir sjónvarpsstjarnan hvað hún tekur nærri sér baktalið sem fylgir frægðinni.

„Það er til fólk sem vill ekki að ég sé hamingjusöm. Þetta gæti hljómað eins og klisja en þetta er sannleikurinn. Ítalir geta ekki samglaðst löndum sínum sem fá viðurkenningu erlendis," lætur Elisabetta hafa eftir sér.

„Ég er stundum óörugg en þegar ég finn að ég er elskuð þá líður mér vel. George og ég erum mjög náin. Hann hvetur mig öllum stundum og styður mig."

Elisabettu hryllir við því hvernig fólk hefur brugðist við ástarsambandi hennar og George. Hún segir ítalskar konur vera afbrýðisamar út í hana og vonar að þær komist yfir það. Hún hefur ákveðið að láta alla neikvæðni lönd og leið.

„George hefur gefið tilveru minni lit á ný. Mér líður eins og ég sé 18 ára. Ég er mjög hamingjusöm."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.