Jógvan í samstarf við Hawks 21. ágúst 2010 10:00 Einbeitir sér að tónlistinni. Jógvan Hansen sendir frá sér nýtt lag sem nefnist Save it for a Rainy day.Fréttablaðið/Anton Færeyski söngvarinn Jógvan Hansen er nýbúinn að gefa út nýtt lag en lítið hefur heyrst frá söngvaranum síðan í Eurovision. Lagið ber nafnið Save it for a rainy day og er skrifað af breska tónlistarmanninum Chesney Hawks. „Það má eiginlega segja að lagið sé afleiðing af Eurovision,“ segir söngvarinn Jógvan Hansen glaður í bragði þegar Fréttablaðið náði af honum tali en hann er stoltur af nýja laginu sínu, Save it for a Rainy day. „Þetta er lag um ástina eins og flest popplög en ég er mikill poppari í mér,“ segir Jógvan en það er enginn annar en tónlistarmaðurinn Chesney Hawks sem samdi lagið fyrir kappann. „Ég var svo heppin að það voru margir mjög hrifnir af mér eftir Eurovision og Hawks var í svona lagasmiðabúðum í Hvalfirði síðasta vor og sá mig í keppninni,“ segir Jógvan en Hawks tók að senda honum lög frá hinum og þessum til að syngja og varð þetta lag fyrir valinu en það er útsett fyrir Jógvan af Vigni Snæ Vigfússyni. Hawks er vinsæll breskur poppari sem er hvað þekktastur fyrir lagið The one and only sem var í toppsætum bresku vinsældarslistanna árið 1991. Jógvan útilokar ekki frekari þáttöku í Eurovision-keppninni en hann lenti í öðru sæti í vor. „Ég var eiginlega of nálægt því að vinna til að ég geti hætt. Ef rétta lagið kemur til mín er ég mjög mikið til í taka aftur þátt.“ Jógvan er þessa dagana að að einbeita sér að tónlistinni og er mikið búinn að vera að spila út um allt land í sumar. „Það tekur mikið á að vera tónlistamaður í fullu starfi og er ekki sérstaklega fjölskylduvænt. Ég er alltaf að vinna þegar allir hinir eru í fríi en ég elska þetta. Þetta er draumastarfið.“ Jógvan kemur fram í Hressingarskálanum í kvöld milli 20 og 23 og mun nýja lagið eflaust fá að hljóma þar. -áp Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Færeyski söngvarinn Jógvan Hansen er nýbúinn að gefa út nýtt lag en lítið hefur heyrst frá söngvaranum síðan í Eurovision. Lagið ber nafnið Save it for a rainy day og er skrifað af breska tónlistarmanninum Chesney Hawks. „Það má eiginlega segja að lagið sé afleiðing af Eurovision,“ segir söngvarinn Jógvan Hansen glaður í bragði þegar Fréttablaðið náði af honum tali en hann er stoltur af nýja laginu sínu, Save it for a Rainy day. „Þetta er lag um ástina eins og flest popplög en ég er mikill poppari í mér,“ segir Jógvan en það er enginn annar en tónlistarmaðurinn Chesney Hawks sem samdi lagið fyrir kappann. „Ég var svo heppin að það voru margir mjög hrifnir af mér eftir Eurovision og Hawks var í svona lagasmiðabúðum í Hvalfirði síðasta vor og sá mig í keppninni,“ segir Jógvan en Hawks tók að senda honum lög frá hinum og þessum til að syngja og varð þetta lag fyrir valinu en það er útsett fyrir Jógvan af Vigni Snæ Vigfússyni. Hawks er vinsæll breskur poppari sem er hvað þekktastur fyrir lagið The one and only sem var í toppsætum bresku vinsældarslistanna árið 1991. Jógvan útilokar ekki frekari þáttöku í Eurovision-keppninni en hann lenti í öðru sæti í vor. „Ég var eiginlega of nálægt því að vinna til að ég geti hætt. Ef rétta lagið kemur til mín er ég mjög mikið til í taka aftur þátt.“ Jógvan er þessa dagana að að einbeita sér að tónlistinni og er mikið búinn að vera að spila út um allt land í sumar. „Það tekur mikið á að vera tónlistamaður í fullu starfi og er ekki sérstaklega fjölskylduvænt. Ég er alltaf að vinna þegar allir hinir eru í fríi en ég elska þetta. Þetta er draumastarfið.“ Jógvan kemur fram í Hressingarskálanum í kvöld milli 20 og 23 og mun nýja lagið eflaust fá að hljóma þar. -áp
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“