Lífið

Aflýsir tónleikaferð vegna ástarsorgar

Söngkonan hefur aflýst tónleikferð sinni eftir skilnað við kærastann sinn til tíu ára.
Söngkonan hefur aflýst tónleikferð sinni eftir skilnað við kærastann sinn til tíu ára.
Breska söngkonan Leona Lewis hefur aflýst tónleikaferð sinni um Ástralíu, Asíu og Evrópu. Hún er að jafna sig á skilnaði við kærastann sinn til tíu ára og er ekki tilbúin í stóra tónleikaferð. Þess í stað ætlar hún að einbeita sér að vinnu í hljóðveri á næstunni.

„Leona var ekki með hugann alveg við efnið undir lok tónleikaferðar sinnar um Bretland. Hún var ekki komin yfir sambandsslitin við Lou. Hún hafði verið með honum í tíu ár. Hann átti að vera stóra ástin hennar,“ sagði heimildarmaður. „Það síðasta sem hún vildi var að vera fjarri vinum og vandamönnum.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.