Innlent

Tilkynnt um eld í báti við Látraröst

Búist er við að björgunarskipið verði komið að bátunum eftir tæpa klukkustund. Myndin er úr safni.
Búist er við að björgunarskipið verði komið að bátunum eftir tæpa klukkustund. Myndin er úr safni.
Vörður, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, var kallað út rétt eftir klukkan þrjú í dag þegar tilkynnt var í eld í báti við Látraröst. Tveir skipsverjar eru um borð í bátnum sem er yfirbyggður plastbátur og hafa þeir náð að slökkva eldinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.

Björgunarskipið er nú á leið á staðinn og einnig hefur björgunarsveitin Bræðrabandi á Rauðasandi verið sett í viðbragðsstöðu. Sem stendur gengur báturinn fyrir eigin vélarafli og er verið að sigla honum til Patreksfjarðar. Að sögn skipsstjóra er vestan kaldi á svæðinu.

Búist er við að björgunarskipið verði komið að bátunum eftir tæpa klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×