Bíó og sjónvarp

LA Times hrifið af Degi Kára

Dagur Kári og kvikmyndin The Good Heart fá fína dóma í Los Angeles Times.
Dagur Kári og kvikmyndin The Good Heart fá fína dóma í Los Angeles Times.
Gagnrýnandi Los Angeles Times er hrifin af kvikmyndinni The Good Heart eftir Dag Kára. Myndin var frumsýnd í New York í síðust viku eins og Fréttablaðið greindi frá. LA Times segir að Degi Kára takist ágætlega upp með að blanda saman dramatík og húmor og gefur myndinni þrjár stjörnur af fimm mögulegum.

Leikararnir Brian Cox og Paul Dano fá mikið hrós fyrir frammistöðu sína í myndinni. Og sömuleiðis er gagnrýnandinn hrifin af Degi Kára. Hann fær meðal annars hrós fyrir að koma áhorfendanum á óvart, þannig sé önd myndarinnar mikill senuþjófur og sömuleiðis franska leikkonan Isild Le Besco sem kemur uppá milli aðalpersónanna tveggja. „Dagur er fæddur í París en alinn uppá Íslandi - sá bakgrunnur hefur eflaust haft mikil áhrif á verk hans -er ákaflega snjall á hið sjónræna og handritasköpun en nær ekki alveg sömu tökum á leikurunum sínum," skrifar gagnrýnandinn.

Að mati LA Times er The Good Heart ekki fullkomin mynd en hún vinni vel á. „Degi Kára virðist alltaf takast að draga fram einhverjar óvæntar hliðar í framvindunni, þar með talin er öndin."

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×